is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22222

Titill: 
  • Öflin tvö : tíska & myndlist
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Öflin tvö. Hið hverfula afl tíska og hið mikla afl myndlistar. Sem fatahönnunarnemi átti tíska hug minn þangað til skuggahliðar vestræns neyslusamfélags komu í ljós. Leit mín að göfugri leið til þess skapa leiddi mig inn á braut myndlistar. Með grunnþekkingu á tískuheiminum lá leiðin inn á svið myndlistar. Það fyrsta sem ég rak mig á var að í myndlist opnaðist nýr heimur í feminískri gagnrýni. Nokkuð sem mér hafði verið umhugað um í æfingum mínum á tískusviðinu. Kvenlæg viðfangsefni og textíll rata óhjákvæmilega inn í myndlistarverkin sem verða til á námsferlinu. Hvernig fer tíska og myndlist saman í mér sem skapandi einstaklingur? Fara þessir miðlar yfirleitt saman? Er mögulega einhver snertipunktur milli þessara tveggja afla sem einkennir mig og listsköpun mína? ,,Hugmynd kviknar, efniviður fundinn, verkið framkvæmt, af mér sjálfri og verður til í augnablikinu. Ég var hrædd við framkvæmdina, hrædd við að vinna með eitthvað svona stelpulegt. En ég ræð hreint ekki við sjálfa mig og ég er nú eftir allt saman stelpa – ung kona og móðir“. Ritgerðin er vangaveltur mínar og verk í fræðilegu samhengi, skoðað útfrá verkum listamanna og skrifum fræðimanna sem fjallað hafa um áþekka hluti og hafa veitt mér innblástur og dýpri skilning á eigin hugleiðingum og listsköpun.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA+Ritgerð+gts-1.pdf1.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna