Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22223
Við getum lært margs konar tungumál og eitt þeirra er einmitt tungumál myndlistarinnar. Við lestur listaverka er engin ein rétt niðurstaða og er áhorfandinn virkur þátttakandi í túlkuninni. Ég notast oft við íslenska tungumálið sem upphafspunkt og leik mér með einstaka fyrirbæri úr því, s.s. orðatiltæki og myndir í málinu. Myndagátuformið skýtur upp kollinum í ýmsum verkum mínum. Þetta eru kóðuð myndskilaboð sem hafa ákveðna merkingu að geyma. Ég leik mér að þessu formi, bjaga það og breyti og gef orðum nýtt líf í efnislegu formi. Húmorinn og vinnan haldast í hendur og sameinast í óljósum leik, en innann hans verða verkin til.
Gömul og kunnugleg fyrirbæri í nýjum og ólíklegum aðstæðum senda hausinn á flug og endorfín streymir upp í heilann og maður brosir og hugsar um eitthvað nýtt.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BAlokaritgerð.pdf | 1.34 MB | Open | Heildartexti | View/Open |