is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22224

Titill: 
  • Handagift : holdlegt eðli hugans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Andagift, eldmóður, sköpunarkraftur, andi, andríki, guðmóður, hugljómun, hugmóður, hugsjónaglóð, hugsmíðaafl, innblástur, ímyndunarafl, lyfting. Hvað er það kallað, þetta ósjálfráða afl sem knýr listamanninn áfram á vinnustofunni? Af hverju líður listamanninum oft eins og hann sé verkfæri æðri máttar og að listin streymi í gegnum hann? Í þessari ritgerð er verkferli og aðferðafræði skoðuð í sambandi við teikningu. Hvað gerist þegar listamaðurinn tekur meðvitaða ákvörðun um að vinna ómeðvitað og hvernig fer það fram? Hefur líkaminn sjálfstætt minni og er höndin vitsmunavera? Ég fer í gegnum það hvort að skapa list geti svipað til þess að hugsa upphátt. Ég kanna einnig verk og vinnuaðferðir listamannanna Kiki Smith og William Kentridge og ber list þeirra saman við mína eigin list sem og kenningar mannfræðingsins Richard Sennet og annara fræðimanna, um tengingu hugar og handa. Að lokum kanna ég málfræði teikningunnar og hvernig hún hefur áhrif á viðfangsefni listamannsins og inntak verka hans.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22224


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA+lokaritgerd+2105_snidmat_Word-1.pdf928 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna