is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22225

Titill: 
 • Hin holdlega sýn : málverkið á 20. öld
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð mun ég eftir fremsta megni reyna að gera grein fyrir minni eigin myndlist. Ég skilgreini mig fyrst og fremst sem málara og er það vegna þess að áhugi minn beinist aðallega að þeim miðli. Sú grunnhugsun sem snýr að litum, formum og efniskennd á tvívíðum fleti er kjarninn í minni hugsun sem snýr að myndlist, hvort sem hún er meðvituð eða ekki, einmitt vegna þess að ég hef síðustu ár tamið mér að vinna og hugsa út frá málverkinu.
  Til þess að geta gert grein fyrir minni hugmyndafræði hef ég ákveðið að reyna að varpa ljósi á málverkið sem miðil í sögulegu samhengi, frá upphafi módernismans til loka 20. aldar. Innan þessa ramma má finna upphaf abstraktlistar og áherslu á formræna þætti málverksins, kenningu breska listrýnisins Clives Bell um hina fagurfræðilegu skynjun, kenningar Clements Greenberg um sjálfsgagnrýni miðilsins, ásamt skrifum franska heimspekingsins Maurice Merleau-Ponty um líkamann og það sem hann kallaði hina holdlegu sýn málarans.
  Ég mun fjalla um abstrakt-expressjónisma og mínimalisma, konseptlist og höfnun málverksins á sjöunda áratug síðustu aldar og upprisu þess með nýja málverkinu. Ásamt því mun ég styðjast við nokkra listamenn sem hafa haft áhrif á mig og hvað þeir eiga sameiginlegt.
  Að lokum mun ég reyna að lýsa vinnuferli mínu og koma með nokkur sýnishorn af mínum verkum, bæði gömlum og nýjum og með því vonandi varpað ljósi á mínar tilhneigingar innan miðilsins.
  Ritgerðinni fylgir viðauki með myndum nokkurra listamanna sem ég geri skil, ásamt myndum af mínum eigin verkum.

Samþykkt: 
 • 24.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22225


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_tilbúin-1.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna