is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22229

Titill: 
  • Að brjótast úr hlutgervingu, og anda að sér lífi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Uppsprettan að sköpun minni hefur ávallt komið út frá meðvitund minni þar sem ég spyr sjálfa mig hvernig ég upplifi mig sem kyn í samfélaginu. Sú meðvitund og hugleiðingar um feminisma hafa verið minn hvati til þess að skapa list. Ég beini sjónum að því hvernig ásýnd kvenna og líkami þeirra birtist í neyslumenningunni. Einnig mun ég leita eftir rökum gegn neyslumenningunni með því að finna birtingu af uppbyggjandi fyrirmyndum sem hvetja konur til að hlusta á eigið eðli. Samhliða mun ég kanna hvernig verk mín standa í samanburði við listaverk kvenna frá Bandaríkjunum sem einnig fjölluðu um ímynd kvenna og höfðu meðvitund sína að vopni. Í gegnum meðvitund mína hef ég fundið nýjan farveg í sköpunarferli mínu sem ég geri grein fyrir. Áður beindi ég sjónum að utanaðkomandi myndum neyslumenningarinnar. En ég tek síðan stefnu að innra sviði mannsins. Þar fjalla ég um hvernig yoga hefur beint mér að andlegum sviðum líkamans og útskýri hvernig það tekur á sig form í listaverkum mínum. Litir eru ráðandi afl í túlkun verkanna. Með litafræði Goethe og Kandinsky útskýri ég skynjun mína á litum og hvernig litaval mitt fer fram. Ég teygi mig út fyrir mörk feminískrar listar og ber verk mín saman við teikningar kínversku listakonunnar Guo Fengyi. Líkt og Fengyi fer ég út á andleg svið í listaverkum mínum og túlka í myndum hið ósýnilega sem ég skynja en sé ekki. Ég nýti mér þekkingu um andleg fræði og í niðurstöðu hjálpar það mér að varpa ljósi á hvernig ég skilgreini meðvitund mína á sjálfri mér sem konu.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22229


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heiðrún BA ritgerð pixel prenta.pdf2.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna