Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22234
Í ritgerðinni er fjallað um hin ýmsu leikverk sem nýta sér þátttöku áhorfenda. Hugtakið immersive theatre (hér þýtt sem innlimunarleikhús) er skoðað og ýmsar spurningar um formið bornar upp. Ein þekktasta innlimunarsýning dagsins í dag, Sleep No More er skoðuð og notuð sem einskonar leiðarstef ritgerðarinnar, enda hefur mikið verið skrifað um innlimun áhorfandans í verkinu. Í fyrsta kafla er fjallað lauslega um þátttökuleikhús í sögulegu samhengi, allt frá Richard Schechner til dagsins í dag. Fjallað er um mismunandi leiðir sviðslistamanna til að nýta sér þátttöku áhorfenda. Í öðrum kafla er fjallað um sýningu Kviss Búmm Bang, Eðlileikana og mat lagt á stöðu áhorfandans í verkinu. Meðlimir hópsins tjá sig um tilgang innlimunar í leikverkinu og kostir og gallar þess forms eru kannaðir. Í þriðja kafla ritgerðarinnar eru bornar upp ýmsar spurningar um innlimun í leikhúsi. Hversu mikið frelsi getur áhorfandi fengið í innlimunarverki? Mun hann nokkurn tímann nýta sér allt þetta frelsi? Kemst innlimunarleikhúsið yfir höfuð nær því að draga áhorfandann inn í atburðarrás sýningarinnar? Margra spurninga er spurt, einhverjum þeirra er svarað að einhverju leyti, en tilgangur ritgerðarinnar er þó fyrst og fremst að vekja upp fleiri spurningar. Vegna þess að bestu listamennirnir þrífast á því að spyrja sjálfa sig og aðra spurninga.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
LOKARITGERDGudmFel.pdf | 249.68 kB | Locked Until...2135/03/01 | Heildartexti |