en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22235

Title: 
  • Title is in Icelandic Hið misheppnaða sem verkfæri : um möguleika þess misheppnaða í feminískum tilgangi og í verkinu Get a life! eftir Kviss búmm bang
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð fjalla ég um hugtakið ,,hið misheppnaða” (e. failure) og möguleika þess. Gegn hinu misheppnaða tefli ég hugtakinu ,,hið velheppnaða” (e. success). Ég nota skrif Judith Halberstam og Sara Jane Bailes til skilgreiningar á hinu misheppnaða. Hið misheppnaða hefur mikla möguleika á að vera sterkt afl til þess að gagnrýna þá ráðandi pólitísku, menningarlegu og samfélagslegu hugmyndafræði sem ofurvaldið stendur fyrir og verðmætakerfi þess. Jafnframt skoða ég femínismann og feminískt leikhús. Femínisminn á sér margar birtingarmyndir en flestir eru sammála því að femínisti er manneskja sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því. Feminískir fræðimenn hafa leitt í ljós að vestrænt samfélag hefur jaðarsett konuna sem ,,hitt” gagnvart karlmanninum og Freud vill meina að konan sé misheppnaður karlmaður. Ef konan er að eilífu dæmd til að vera misheppnaður karl, þá hlýtur möguleiki konunnar að búa í því misheppnaða. Í ritgerðinni kemst ég að þeirri niðurstöðu að femínisminn og hið misheppnaða tengjast órjúfanlegum böndum.
    Ýmsir listahópar hafa markvisst unnið með það að setja spurningarmerki við hvernig hlutirnir eru og er hópurinn Kviss búmm bang einn af þeim. Ég mun fjalla um hið misheppnaða í verkinu GET A LIFE! eftir Kviss búmm bang. Í verkinu gagnrýnir hópurinn þá ráðandi hugmyndafræði sem ríkir í samfélaginu í tengslum við neyslu og útlit kvenna. Í verkinu notuðu þær markvisst hið misheppaða og skilaboð femínismans til að gagnrýna samfélagið sem við lifum í. Það má því leiða líkum að því að markviss vinna með hið misheppnaða eigi möguleika á því að snúa því velheppnaða á hvolf og breyta þeim kerfum sem stjórna því hvað telst sem velheppnað og hvað ekki, og þannig gæti heimurinn mögulega breyst til hins betra.

Accepted: 
  • Jun 24, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22235


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hiðmisheppnaðasemverkfæri.BA.final.pdf1,47 MBOpenHeildartextiPDFView/Open