is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22237

Titill: 
  • Hvers vegna keyrir hann ekki um á bláum Ópel? : Greining á sambandi manns og náttúru í sviðsetningum Ragnars Kjartanssonar.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari hugleiðingu verður leitast við að svara hvers vegna Ragnar Kjartansson kýs að keyra um á gömlum Cadillac í stað nýrri bílategundar á borð við Ópel Astra. Samanburðurinn er sprottinn af hversdagslegu atviki sem gerðist í miðborg Reykjavíkur og hefur að gera með sviðsetningu listamannsins á sjálfum sér. Greiningin mun hverfast um hugmyndaheim bílaauglýsingar Bílabúðar Benna á Ópel Astra og verða sviðsetningar Ragnars settar í samhengi við hana.
    Í upphafi verður stuttlega farið yfir sögu bílsins og hvernig hann stendur sem tákn fyrir hugmyndafræði tæknivæðingarinnar sem einkennt hefur síðustu aldir. Sú þróun verður síðan sett í samhengi við hugleiðingar Páls Skúlasonar um náttúruna og vistfræðilegar guðfræðikenningar Sallie McFague. Kenningar þeirra um samband manns við náttúrunnar verða þá notaðar til að gera grein fyrir þeirri heimsmynd sem birtist í bílaauglýsingunni.
    Að lokum verða sviðsetningar Ragnars settar í samhengi við þá heimsmynd sem auglýsingin felur í sér. Sýnt verður fram á hvernig sviðsetning listamannsins varpar ljósi á brestina sem upp eru komnir í sambandi manns og náttúru. Rýnt verður í hvernig líkami listamannsins vekur upp minningar um hið liðna og skapar þannig samtal á milli fortíðar og framtíðar. Staða karlmannsins í verkum Ragnar verður skoðuð sem og tengsl tónlistarinnar við kvenmynd elífðarinnar. Að lokum verður fjallað um hvernig Ragnar álítur listsköpunina vera guðdóm sem hann lofsyngur fram í hið óendanlega.

Samþykkt: 
  • 24.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22237


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GígjaHolmgeirs_BA.pdf225.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna