is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22239

Titill: 
 • Skapandi tónsmiðja : lifandi tónfræði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Skapandi tónsmiðja – lifandi tónfræði
  Hvað gerist ef stólar, borð og innfyllingarvinnubækur eru settar til hliðar í tónfræðastofunni og virkni, sköpun og leikur látin ráða för? Sem ungur og lítt reyndur tónlistarkennari leitaði ég leiða til að móta og þróa eigin starfskenningu með áherslu á virkni nemenda, leik, sköpun og skapandi vinnubrögð.
  Með þetta að markmiði og áherslu á fjölbreytni í námsframboði fyrir nemendur Tónlistarskóla Kópavogs, varð Tónsmiðjan til. Henni var ætlað að miðla þekkingaratriðum tónfræða til nemenda á grunnstigi á lifandi hátt. Tónsmíðar urðu fljótt helsti útgangspunktur kennsluaðferða en einnig var unnið út frá skapandi vinnuferli Orff-nálgunar.
  Verkefnið er starfendarannsókn þar sem ég leitast við að skoða eigið starf og nálgun að Tónsmiðjunni með það að leiðarljósi að þróa eigin starfskenningu til hlítar. Rannsóknartímabilið spannaði fjóra og hálfan mánuð og byggði ég rannsókn mína á greiningu á samtölum, dagbókarfærslum og hljóðupptökum frá þessu tímabili.
  Í ritgerðinni er farið vandlega yfir þau lykilhugtök sem tengjast rannsókninni. Fyrst og fremst leitast ég við að skilgreina orðið sköpun og hvaða þýðingu það hefur. Í framhaldinu er fjallað um sköpun í tengslum við skólastarf, tengsl reynslu og náms og að læra í gegnum það að framkvæma. Fjallað er um skapandi ferli, stöðu kennarans og tenginguna við félagslega hugsmíðahyggju. Hugmyndum um flæði í skapandi vinnu og hvernig tónlistarnámi með sköpun að leiðarljósi skuli háttað eru gerð skil. Síðast en ekki síst fjalla ég um tónlistarkennarann og mikilvægi og mótun starfskenningar. 

 • Útdráttur er á ensku

  Music Theory Coming Alive Through Composition
  What happens if chairs, tables and workbooks are put aside in the music theory classroom and activity, creativity and play take over? I, as a young and inexperienced music teacher, try to find my way to form and develop my teaching statement with an emphasis on students’ activity, play, creativity and creative methods.
  Tónlistarskóli Kópavogs decided to bring more variety into music theory teaching for children in their first years of instrumental learning. A class was designed with the purpose of mediating music theory in an active learning style. Soon the emphasis became group composition and finding ways to approach music theory through the students’ composition and the methods of the Orff approach.
  The thesis is based on action research where I try to look at my own work and my approach to music theory with the aim of forming my teaching statement. The research period lasts four and a half month and is based on the analysis of conversations, my personal diary and audio recordings in the classroom.
  In this master’s thesis I explain the main concepts of my study. Primarily I define the concept of creativity and secondly the focus is set on creativity in education, the connection between experience and education and learning by doing. Thirdly I talk about creative processes, the teacher’s role and position and the connection with social-constructivism. Ideas about flow will be discussed and how music education with creativity as the main focus should be executed. Last but not least I will look at the music teacher and the importance of developing a good teaching statement.

Samþykkt: 
 • 24.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22239


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð ÁB.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna