is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22243

Titill: 
 • Áhrif sérfræðiþekkingar á refsiábyrgð og ákvörðun refsingar
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða hvaða áhrif sérfræðiþekking hefur á refsiábyrgð og ákvörðun refsingar. Skoðað er hver helstu skilyrði refsiábyrgðar eru með hliðsjón af 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 1. og 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Saknæmisskilyrðunum, ásetningi og gáleysi eru gerð skil, ásamt því að fjallað er um saknæmi í sérrefsilöggjöf, afbrigðilega refsiábyrgð og refsiábyrgð lögaðila. Lagðir eru til grundvallar dómar þar sem fjallað er um þekkingu, reynslu eða stöðu hins ákærða og kannað hvort sérfræðiþekking komi til skoðunar í tengslum við mat á saknæmi, skýrleika refsiheimilda eða við ákvörðun refsingar. Í framhaldinu er fjallað um refsiábyrgð opinberra starfsmanna og skoðað er sérstaklega Landsdómsmálið og ákæra sem gefin var út á hendur heilbrigðisstarfsmanni 20. maí 2014.
  Helstu niðurstöður eru þær að gerðar eru ríkar kröfur til þeirra sem búa yfir sérfræðiþekkingu. Af dómaframkvæmd má ráða að slakað er á saknæmiskröfum þegar um sérfræðinga er að ræða, gerðar eru minni kröfur til skýrleika og fyrirsjáanleika refsiheimilda ásamt því að sérfræðiþekking er metin til refsiþyngingar við ákvörðun refsingar. Einnig má sjá af dómaframkvæmd að í engu virðist vera tekið tillit til lögvillu til refsilækkunar eða refsibrottfalls við ákvörðun refsingar þeirra sem búa yfir sérfræðiþekkingu. Að lokum er dregin sú ályktun að þörf sé á að í lögum sé kveðið skýrt á um hvaða áhrif sérfræðiþekking getur haft við ákvörðun refsingar.

 • Útdráttur er á ensku

  The main purpose of this essay is to examine the impact of expertise on criminal liability and sentence decision. The main conditions for criminal liability are examined according to Article 69. Paragraph 1. of the Icelandic Constitution no. 33/1944 and Articles 1 and 2. Of the General Penal Code no. 19/1940. Culpability provisions, intent and negligence are discussed, as well as culpability in special legislation, abnormal criminal liability and criminal liability of juridical entities. Discussions are based on judicial decision that take into account knowledge, experience or occupation of the accused and examined if expertise is recognized in assessing the criminality, clarity statutes or upon sentence. Subsequently the criminal liability of public employees is discussed with regards to the special court (Landsdómur) case and a charge issued against a health care employee, on May 20, 2014.
  The main conclusions are that strong demands are made to experts. Case law exhibits easing of culpability provisions when defendant is deemed an expert, reduction in demands towards clarity and predictability statutes in addition to expertise knowledge contributing to longer sentence. Furthermore case law exhibits that courts do not consider defendant’s mistake of law leading to no punishment being sentenced, when deciding the sentence of those who possess expertise. Finally, it is concluded that there is a requirement for a legislation explicitly defining the effects of expertise on sentence.

Samþykkt: 
 • 24.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22243


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerð 13.5.15.pdf721.19 kBLokaður til...01.06.2030HeildartextiPDF