Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22244
Markmið ritgerðarinnar er að rannsaka beitingu endurgreiðslureglna gjaldþrotalaga við riftun, en reglurnar er að finna í XX. kafla laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti.
Ritgerðin hefst á inngangskafla, þar sem rannsóknarefnið er kynnt. Í öðrum kafla er farið yfir þróun endurgreiðslureglna á réttarsviði gjaldþrotaskiptaréttar. Í þriðja kafla er fjallað um beitingu reglna um endurgreiðslu vegna auðgunar eða greiðslu skaðabóta. Í fjórða kafla er farið yfir beitingu reglna er varða réttarstöðu viðsemjanda við riftun og endurgreiðslu. Fimmti kafli tekur til beitingar heimildar til að skila verðmætum við riftun. Í sjötta kafla er umfjöllun um beitingu heimildarákvæðis um lækkun eða niðurfellingu fjárkröfu á hendur viðsemjanda. Í sjöunda kafla er fjallað um riftun gagnvart þriðja manni og í áttunda kafla beitingu reglna vegna ábyrgða eða trygginga sem þriðji maður losnar undan gagnvart þrotabúi. Í níunda og jafnframt lokakafla ritgerðarinnar eru helstu niðurstöður dregnar saman og gerð er grein fyrir þeim.
Við rannsóknina var stuðst við sett lög, greinargerðir með lögum, dómaframkvæmd og fræðiskrif. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að festa ríkir við beitingu reglna 142.-145. gr. gþl. Lítið hefur reynt á beitingu reglna 146.-147. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti, þær eru hins vegar skýrar og beiting þeirra í réttarframkvæmd á að geta verið án teljandi vandkvæða. Endurgreiðslureglur laganna eru til þess fallnar að víðtæk sátt geti ríkt um beitingu þeirra. Þær eru sanngjarnar í garð beggja aðila, falla að því meginmarkmiði laganna að tryggja endurheimt verðmæta og um leið jafnræði á meðal kröfuhafa. Reglurnar eru virkar þegar kemur að meginmarkmiði laganna um endurheimt verðmæta og jafnræði kröfuhafa og því er ekki þörf á breytingum á reglunum.
The purpose of this thesis is to investigate the application of the reimbursement rules for termination, rules found in XX. chapter of the Bankruptcy Act nr. 21/1991.
The thesis starts with a preamble where the research topic is introduced. Chapter two focuses on developments in the field of bankruptcy law for reimbursement of voidable measures on behalf of the insolvent. The third chapter outlines the provisions of article 142. of the BA., the principle of reimbursement for enrichment and the payment of compensations. In chapter four of article 143. of the BA., the legal status of the resistant is outlined in case of termination and reimbursement. Chapter five presents the provisions of article 144. of the BA., authorization to return assets, but the rule is an exception to the principle of reimbursement of a voidable payment with funds. Chapter six outlines the provisions of article 145. of the BA., the permission to reduce or cancel payments against the resistant with a reference to fairness considerations. In chapter seven the focus is on the provisions of article 146. of the BA., which is an independent termination regulation against third parties and the eight chapter outlines the provisions of article 147. of the BA., the principle applies to instances when a third party has been released from guarantees or insurance towards the bankruptcy estate. In chapter nine the main findings of the thesis are summarized and outlined.
This research was supported primarily by legislation, case law and the writing of scholars. The conclusion of the thesis is that there is a constancy with the application of articles 142. - 145. of the BA. Applications of articles 146. – 147. of the BA., are scarce but the articles are however clear and application of the correct implementation should be able to go on without significant complications. The reimbursement rules of the BA., are designed so that a fairly broad consensus is about their application. They are fair towards both parties, and are consistent with the main objective of the BA., i.e. to ensure the recovery of values and equality among creditors. The rules are effective when it comes to the objective of the BA., i.e. to recover valuables and equality among creditors and changes to them are unnecessary.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML ritgerð Beiting endurgreiðslureglna gjaldþrotalaga við riftun.pdf | 879.6 kB | Lokaður til...14.09.2041 | Heildartexti |