is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22248

Titill: 
  • Svínagas á Vatnsleysuströnd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Svínabú Ali á Vatnsleysuströnd er ekki tengt við hitaveitu og treystir alfarið á rafmagn til kyndingar. Slíkt hefur í för með sér rekstrarlegt óhagræði. Orkuauðlind sem fellur til í stórum stíl á svínabúinu er svínaskítur sem má nýta til orkuframleiðslu á orkuríku lífgasi. Árið 2014 féll til 7.565 tonn af svínaskít. Lífgas myndast við loftfirrt niðurbrot í gerjunartönkum. Lífgasið yrði svo brennt á staðnum í varmaskipti og þannig er vatnið hitað. Í verkefninu er framkvæmd hönnun á orkuveri, framleiðslugeta áætluð og gert mat á kostnaði. Þónokkrir innviðir eru til staðar á svínabúinu sem dregur úr stofnkostnaði sem telur tæplega 17 m.kr. án virðisaukaskatts. Árleg nettó framleiðsla er 417.020 kílóvattstundir á ári. Áætlað núvirðismat á metanorkuverinu til 20 ára með 6,26 % fjármagnskostnaði skilar tæplega 4,3 m.kr. raforkusparnaði fyrir svínabúið.

Samþykkt: 
  • 25.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22248


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Sigurður_Kristinn_Jóhannesson_Tæknifræði.pdf33.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna