is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn í Reykjavík > Lagadeild > ML verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22249

Titill: 
  • Alþjóðlegur gerðardómsréttur og íslenskt viðskiptalíf : að hverju ber að huga við samningu áhrifaríkra gerðarsamninga í alþjóðlegum viðskiptasamningum?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Megin umfjöllunarefni ritgerðarinnar er alþjóðlegur gerðardómsréttur. Gerðarmeðferð nýtur í dag gríðarlegs vægis sem úrlausnaraðferð í alþjóðlegum viðskiptum og telja sérfræðingar að yfir 80% alþjóðlegra viðskiptasamninga í heiminum innihaldi gerðarsamninga. Markmið ritgerðarinnar er tvíþætt. Annarsvegar er leitast við að kanna hver sé raunveruleg staða alþjóðlegs gerðardómsréttar í íslensku viðskiptalífi. Hinsvegar að varpa ljósi á að hverju beri huga við samningu áhrifaríkra gerðarsamninga í alþjóðlegum viðskiptasamningum.
    Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um gerðarmeðferð á almennan hátt þar sem kynnt er hugtakið „alþjóðlegur gerðardómsréttur“, lagaumhverfi gerðardómsréttar og mismunandi tegundir gerðarmeðferðar. Fjallað er um það hvort að alþjóðleg gerðarmeðferð sé ákjósanlegur valkostur sem úrlausnaraðferð fyrir íslensk fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum auk þess sem höfundur framkvæmdi könnun meðal íslenskra sérfræðinga með það fyrir augum að varpa ljósi á viðhorf þeirra til úrlausna ágreiningsmála í alþjóðlegum viðskiptasamningum. Að lokum er fjallað um hvernig skuli haga samningu áhrifaríkra gerðarsamninga í alþjóðlegum viðskiptum. Þvert á það sem ætla mætti benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að vitundarvakning hafi átt sér stað hvað varðar notkun íslenskra fyrirtækja á gerðardómum í alþjóðlegum viðskiptum en samkvæmt þeim kýs nú helmingur íslenskra fyrirtækja og sérfræðinga helst alþjóðlega gerðarmeðferð komi til ágreinings í alþjóðlegum viðskiptum. Höfundur er þeirrar skoðunar að alþjóðleg gerðarmeðferð sér vissulega æskilegur kostur sem úrlausnarleið fyrir íslensk fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum og kemur það meðal annars til vegna hinna ýmsu kosta sem gerðarmeðferð hefur yfir aðrar úrlausnaraðferðir á borð við fjölþjóðlega dómstólameðferð. Til þess að fyrirtæki fari hinsvegar ekki á mis við þá kosti þurfa aðilar að vanda til verks við samningu gerðarsamningsins. Til þess að stór fyrirtæki geti sem best tryggt hagsmuni sína þegar kemur að úrlausn ágreiningsmála í alþjóðlegum viðskiptum leggur höfundur til að slík fyrirtæki séu með vandaða stefnumótun um hvernig úrlausn ágreiningsmála skuli hagað í alþjóðlegri samningagerð.

Samþykkt: 
  • 25.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML Ásdís.pdf2.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna