Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22252
Flutningsgeta jarðstrengja er skilgreining
á þeim hámarksstraumi sem strengir geta flutt í stöðugu ástandi, án þess að fara yfir hitaþolmörk efnisþátta þeirra.
Markmið verkefnisins er að reikna flutningsgetu
jarðstrengja út frá jöfnum IEC 60287 staðalsins.
Skoðaðir eru þeir þættir sem hafa takmarkandi áhrif á flutningsgetuna með tilliti til hitamyndunar í leiðara og eiginleika efna til losunar á hita frá strengjum.
Notast er við forritið Matlab til að búa til
reiknilíkan af afl- og straumflutningi mismunandi jarðstrengjakerfa. Tekið er mið af þeim breytum sem koma að útreikningum flutningsgetu og niðurstaðan, hitaflutningsmörk jarðstrengja fengin.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hitaflutningsmörk jarðstrengja.pdf | 2.55 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |