is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22261

Titill: 
  • Olíuleit á Drekasvæðinu - lagaumhverfi og milliverðsreglur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um komandi olíustarfsemi á Drekasvæðinu norðaustur af Íslandi. Í því samhengi verður leitast við að meta eignarréttarlega stöðu útgefinna sérleyfa til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á svæðinu. Þá verða aflaheimildir bornar saman við útgefin sérleyfi og kannað hvort að þær eigi sér hliðstæðu í því samhengi. Að auki verður gerð grein fyrir hérlendu laga- og skattaumhverfi kolvetnisstarfsemi. Reynt verður að komast að niðurstöðu hvort að íslenskt skattaumhverfi sé samkeppnishæft í alþjóðlegu tilliti með hliðsjón af þeim takmörkunum sem EES-samningurinn setur. Að auki verða þær milliverðsreglur sem hér gilda skoðaðar og reynt að komast að niðurstöðu hvort að þær nái markmiði sínu um að tryggja hlutdeild Íslands í hagnaði af mögulegri kolvetnisstarfsemi. Þá verður leitast við að meta mögulega vankanta á núgildandi löggjöf á þessu sviði og komið með tillögur af úrbætum. Niðurstöður höfundar eru í stuttu máli þær að útgefin sérleyfi á Drekasvæðinu myndi ekki eiginleg eignarréttindi. Þó getur íslenska ríkið orðið skaðabótaskylt fyrir útlögðum kostnaði og því fjárhagslega tjóni sem sérleyfishafar ná að sýna fram á. Íslenskt lagaumhverfi kolvetnisstarfsemi er að mörgu leiti samkeppnishæft á alþjóðavísu þrátt fyrir þær takmarkanir sem EES-samningurinn setur. Huga má þó að ýmsum breytingum, t.a.m. koma hér á fót samkeppnishæfri alþjóðlegri skipaskrá sem býður upp á skráningu þjónususkipa og olíuborpalla. Þá má huga að því að gera breytingar á þeim milliverðssreglum sem nýlega voru lögfestar með því að skýra hugtakið ,,tengdir aðilar” og undanskilja innlenda aðila frá skjölunarskyldunni. Að öðru leyti er íslensk löggjöf heilt yfir gagnsæ og skilvirk er varðar kolvetnisstarfsemi og ekki má ætla að skattlagning slíkrar starfsemi sé fyrirstaða þar sem nú þegar hafa verið gefin út sérleyfi á grundvelli gildandi laga.

Samþykkt: 
  • 25.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22261


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerð_33424_2015.pdf2.36 MBLokaður til...15.05.2050HeildartextiPDF