is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22267

Titill: 
  • Tilkynningarskylda heilbrigðisstarfsmanna um óvænt atvik við heilbrigðisþjónustu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að svara þeirri rannsóknarspurningu hvort breyta eigi tilkynningarskyldu heilbrigðisstarfsmanna um óvænt atvik við heilbrigðisþjónustu. Nýleg ákæra ríkissaksóknara á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi á spítalanum fyrir manndráp af gáleysi vegna mistaka hefur verið gagnrýnd af heilbrigðisstarfsmönnum, en þeir telja að hún muni valda því að starfsmenn verði tregari til, eða hætti jafnvel, að skrá og tilkynna um óvænt atvik. Slíkt myndi vinna gegn gæðastefnu heilbrigðisþjónustunnar, sem felur í sér að læra af orsökum atvika og þannig tryggja öryggi sjúklinga. Ákæran gefur því tilefni til umhugsunar um hvernig best sé að taka á óvæntum atvikum og hvort breytinga sé þörf á núverandi tilkynningarfyrirkomulagi.
    Umfjöllun ritgerðarinnar beinist í fyrsta lagi að þeim lagaákvæðum sem varða tilkynningarskyldu heilbrigðisstarfsmanna gagnvart yfirvöldum og framkvæmd skyldunnar, en lagaákvæðin er að finna í lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 og í lögum um dánarvottorð, krufningar o.fl. nr. 61/1998. Í öðru lagi verður skoðað hvernig tilkynningarskyldan og framkvæmd hennar er annars staðar á Norðurlöndunum, einkum í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Í þriðja lagi verður tilkynningarskyldan í þessum löndum borin saman og skoðað hvort sérstakir vankantar séu á íslenska fyrirkomulaginu þegar litið er til hinna landanna.
    Af þessum samanburði telur höfundur ljóst að breyta þurfi tilkynningarskyldunni til landlæknis. Því til rökstuðnings er bent á nokkur atriði varðandi tilkynningarskyldu hinna norrænu landanna sem ekki er að finna í íslenskum lögum. Höfundur telur á hinn bóginn ekki tilefni til að breyta tilkynningarskyldunni til lögreglu. Í ritgerðinni er einnig gerð grein fyrir lagaákvæðum í norrænum rétti sem varða uppljóstranir heilbrigðisstarfsmanna og leiðbeiningar um samráð yfirvalda vegna refsimála gegn heilbrigðisstarfsmönnum, en höfundur leggur til að taka eigi sams konar lagaákvæði upp hér á landi.

  • Útdráttur er á ensku

    The thesis objective is to answer the reasearch question whether the health care personnels duty to report adverse events in health care should be changed. The recent State prosecutioner's charge against the National University Hospital of Iceland and a nurse for involuntary manslaughter due to errors has been criticized by the health personnel, predicting that it will make personel more relucant or averse to document and report adverse events. That would be detrimental to the quality policy of the health care, which includes learning from the causes of events and thereby increasing patient safety. The charge therefore raises questions concerning how adverse events should be managed and if changes to the current notification policy are required.
    This thesis will first focus on the legal provisions relating to the reporting obligation of health care personnel to the authorities and how the duty is implemented, found in Act no. 41/2007 regarding the Directorate of Health and public health and in Act no. 61/1998 regarding death certificates, autopsy etc. Second, there will be an examination of the reporting obligation framework and its implementation in other Nordic countries, such as Sweden, Denmark and Norway. Thirdly, these frameworks will be compared in order to determine if there are specific deficiences in the Icelandic arrangements.
    Based on this comparative analysis this author believes that changes are required to the Director of Healths reporting obligation framework. Supporting this claim are features found in the Nordic legislative framework that cannot be found in Icelandic law. This is in contrast to the reporting obligation towards the police which are in this authors opinion compatible. The thesis also outlines Nordic legal provisions on whistleblowing and guidelines for interagency cooperation regarding criminal charges against health personel, as this author proposes that similar provisions should be introduced into Icelandic law.

Samþykkt: 
  • 25.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22267


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilkynningarskylda heilbrigðisstarfsmanna um óvænt atvik við heilbrigðisþjónustu.pdf720,98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna