is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22268

Titill: 
  • Láréttir samstarfssamningar í samkeppnisrétti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar er að rannsaka lárétta samstarfssamninga í samkeppnisrétti og hvar mörkin liggja á milli lögmætra og ólögmætra upplýsingaskiptasamninga, rannsóknar- og þróunarsamninga, framleiðslusamninga, innkaupasamninga, samninga um markaðsstarf og vörustöðlunarsamninga.
    Ritgerðin hefst á inngangskafla þar sem rannsóknarefnið er kynnt. Því næst er fjallað um uppruna og sögulega þróun samkeppnisreglna. Í þriðja kafla er gerð grein fyrir 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 sem kveður á um bann við samráði. Í fjórða kafla er farið yfir undanþágureglur frá 10. gr. samkeppnislaga. Í fimmta kafla er fjallað um þau einkenni markaðarins sem hafa þýðingu við mat á láréttum samstarfssamningum. Í sjötta kafla er síðan fjallað um samstarf á milli keppinauta sem ekki hefur það að markmiði að raska eða hamla samkeppni. Í sjöunda kafla er ítarlega farið yfir hverja og eina tegund láréttra samstarfssamninga þar sem leitast er við að varpa skýru ljósi á neikvæð og jákvæð áhrif samninganna og framkvæmd þeirra. Í áttunda kafla er annar valkostur kynntur sem fyrirtæki geta nýtt sér til þess að vinna saman. Um er að ræða sameiginlegt verkefni sem gegnir til framtíðar allri starfsemi sjálfstæðrar efnahagseiningar. Í níunda kafla er farið yfir helstu viðurlög samkeppnislaga og sjónum beint að mögulegri refsiábyrgð einstaklinga við gerð láréttra samstarfssamninga og hlutdeild í slíkum brotum. Að lokum eru helstu niðurstöður teknar saman.
    Við rannsóknina var helst stuðst við sett lög, fræðiskrif, bæði innlend og frá Evrópu, leiðbeinandi reglur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Samkeppniseftirlitsins ásamt dómaframkvæmd Evrópudómstólsins. Rannsóknin leiddi í ljós að ekki er hægt að draga skýr mörk á milli láréttra samstarfssamninga sem teljast lögmætir og hinna sem eru ólögmætir þar sem mat á áhrifum ræðst af samspili efnis samninganna, einkenna viðkomandi markaðar og efnahagslegs styrks fyrirtækjanna sem að samstarfinu standa.

Samþykkt: 
  • 26.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Láréttir samstarfssamningar.pdf853.07 kBLokaður til...01.05.2035HeildartextiPDF