is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22271

Titill: 
  • Gjaldfærsla vaxta í atvinnurekstri
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni var reynt að svara spurningunni hvort og að hversu miklu leyti krafan um tengsl frádráttabærra gjalda við atvinnurekstur, samanber 1. tölul. 31. greinar laga um tekjuskatt nr. 90/2003, samanber einnig 2. mgr. 49. gr. laganna, hefur áhrif á álitamál sem rísa vegna gjaldfærslu vaxta.
    Með þetta fyrir augum var litið til gjaldfærslu vaxta í fræðilegu og sögulegu samhengi. Því næst til frádráttarbærni rekstrargjalda í atvinnurekstri, með áherslu á hugtökin atvinnurekstur og rekstrarkostnaður. Var í kjölfarið fjallað um skilgreiningu vaxta, gerð grein fyrir tegundum vaxta sem og skyldum fyrirbærum ásamt því að fjalla um hvaða gjöld undir frádráttarheimild 1. tölul. 31. gr., tekjuskattslaga samkvæmt skilgreiningu í 49. gr. laganna.
    Var þá fjallað um tengslakröfuna eins og hún birtist í skattaframkvæmd og því næst um öfugan samruna. Í kjölfarið var fjallað um þunna eiginfjármögnun. Var litið til beitingar reglna sem tilkomnar eru vegna milliverðlagningar eða skattasniðgöngu, vegna þunnrar eiginfjármögnunar og þá um sérstakar reglurum þunna eiginfjármögnun. Var fjallað um hvernig að slíkum reglum hefur verið staðið í nágranna löndum okkar ásamt því að fjalla um hver staða mála sé í málum slíkrar reglusetningar hér á landi. Voru þá skoðaðar takmarkanir á sérhæfðum reglum er lúta að þunnri eiginfjármögnun og að síðustu hvort krafan um tengsl við atvinnurekstur gæti tekið til allra þeirra álitamála sem umræðir í ritgerðinni.
    Niðurstaða ritgerðarinnar var að krafan um tengsl við atvinnurekstur hefur töluvert vægi í álitamálum er lúta að gjaldfærslu vaxta. Hvað þunna eiginfjármögnun varðar var talið að krafan um tengsl við atvinnurekstur gæti einnig nýst að töluverðu leyti en vegna þess að ekki hefur reynt á slík álitamál fyrir íslenskum dómstólum var ekki tekin afstaða til þess hvort niðurstöðu væri byggjandi á tengslakröfunni einni saman.

  • Útdráttur er á ensku

    INTEREST DEDUCTION FROM TAXABLE BUSINESS PROFIT
    This thesis was meant to answer the question whether, and how much, the requirement of a link between business costs and a company‘s business (link-requirement), according to article 31. (1) and article 49. paragraph 2 of the Icelandic Income Tax Act no. 90/2003 (ITA), affects the deductibility of interest from business profits.
    A look was taken at deductibility of interests from a theoretical and historical perspective. Following, was an examination of deductibility of business cost in general with an emphasis on the terms business and business costs. Next, the term interest was reviewed, and an account made of which costs are governed by article 31. (1) ITA according to the definition in article 49. para. 1 ITA.
    Furthermore, the link-requirement, as it appears in decisions of the courts and tax authorities, was discussed and cases regarding leveraged buyouts, followed by a discussion about thin capitalisation. We discussed the implementation of rules regarding transfer pricing and tax avoidance on problems regarding thin capitalisation and then, rules specifically designed for thin capitalisation. We discussed such rules in neighbouring countries and the situation of such rules in Iceland. Next, a look was taken at the limitation of such specific rules followed by an examination of whether the link-requirement could be a decisive factor in all the discussed problems regarding the deductibility of interest.
    The conclusion of this thesis was that the requirement of a link between deductible costs and a company‘s business played an important role in problems regarding interest deductibility. Regarding thin capitalisation, it was thought that the requirement was also important but as problems regarding thin capitalisation have not been decided before Icelandic courts or authorities, a position was not taken on whether a problem regarding thin capitalisation could be decided on the link-requirement alone.

Samþykkt: 
  • 26.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gjaldfaersla_vaxta-Meistararitgerd_HR-vor_2015-Skuli_hakim_Mechiat.pdf820.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna