is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22272

Titill: 
  • Sönnunargildi lögregluskýrslu fyrir dómi - framburður vitna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um sönnunargildi lögregluskýrslna fyrir dómi og er áhersla lögð á framburð vitna. Er sjónum einkum beint að tveimur tilfellum þar sem reynir á sönnunargildi þeirra, þegar vitni breytir framburði sínum fyrir dómi og þegar vitni mætir ekki fyrir dóm.

    Er litið til þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað í sakamálaréttarfari hér á landi og hvernig lagaumhverfið er í dag. Kjarni ritgerðarinnar er rannsókn á íslenskum dómum, þar sem reynir á sönnunargildi lögregluskýrslna af vitnum og er kannað hvort ákveðin atriði séu líkleg til að auka eða draga úr sönnunargildi skýrslnanna fyrir dómi.
    Helstu niðurstöður eru, að við mat á sönnunargildi skýrslnanna, er meðal annars litið til þess hvort ákærði hafi haft í hótunum við vitni, hvort önnur sönnunargögn styðji framburð fyrir lögreglu og hvort vitni hafi lögmæta ástæðu fyrir fjarveru sinni. Sönnunargildi lögregluskýrslna fyrir dómi, takmarkast einkum af meginreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu sbr. 1. mgr. 111. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og 1. mgr. 6. gr. og d. liður 3. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994(mse.) og mati íslenskra dómstóla á mikilvægi þess að dómari eigi þess kost að leggja spurningar fyrir vitni. Fyrst og fremst virðist d. liður. 3. mgr. 6. gr. mse., vera sönnunargildi skýrslnanna til fyrirstöðu. Í því skyni að fullnægja þeim skilyrðum sem ákvæðið setur væri æskilegt að tryggja aðgang verjanda ákærða að skýrslutökum af vitnum, þar sem verjandi ætti þess kost að leggja spurningar fyrir vitni, fyrir hönd ákærða. Verður þó að telja að lögregluskýrslur hafi ekki það sönnunargildi sem eðlilegt mætti telja í ljósi yfirheyrsluaðferða samkvæmt PEACE módelinu og tilvist myndbandsupptaka af skýrslutökum.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis examines the evidential value of a police report for a court with an emphasis on witness testimony. Two occurrences will be examined – when a witness changes their testimony for the court and when a witness does not show up in court.
    The development of the Criminal Justice Act is examined and the present state of the legal environment, chiefly Icelandic law and the European Convention on Human Rights see Act no. 62/1994(ECHR). The evidential value of a witness testimony in a police report is used as research on Icelandic rulings.
    The results explore whether certain factors are likely to increase the evidential value. When evaluating evidential value, many factors are examined. This includes the relationship between witness and the accused or the victim, if other evidence supports the police report and whether the witness has a legitimate reason for their absence. The evidential value of a police report is mainly limited by the principle of first hand evidence that can be found in Art. 111. §1 of the Criminal Justice Act nr. 88/2008 and Art. 6. §1 and 3 (d.) of the ECHR, as well as the evaluation of Icelandic courts of the importance of opportunity for the judge to question witnesses. Art. 6 §3(d) of the ECHR is a certain barrier for the evidential value. To fulfill the requirements laid out in the provision, it would be eligible to ensure the presence of the counsel for the defense during witness testimony where he could have the opportunity to question the witness on the behalf of the accused. Although it can be considered that the police reports do not have as much evidential value as they should have in context with the interrogation method according to the PEACE model and videotaping of interrogations.

Samþykkt: 
  • 26.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22272


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML - LOKA- pdf- skemman.pdf848,9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna