is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22276

Titill: 
  • Heimildir til gjaldtöku fyrir för almennings um eignarlönd
  • Authority to collect access fees for public access to private properties
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Heimildir til gjaldtöku fyrir för almennings um eignarlönd
    Viðfangsefni ritgerðarinnar er að svara því hverjar heimildir landeigenda eru til gjaldtöku fyrir för fólks um land, vötn og netlög sjávar en þessi réttur sætir takmörkunum vegna fararréttar almennings á grundvelli almannaréttar. Í ritgerðinni eru eðli og sögulegri þróun almannaréttar gerð skil til að leiða í ljós inntak hans. Mestur þungi fer þó í að gera grein fyrir fararrétti almennings á grundvelli almannaréttar með tilliti til gjaldtökuspurningarinnar.
    Fararréttur almennings er misjafnlega ríkur eftir því hvernig og hvar er farið um. Sé fararréttur ekki fyrir hendi má almennt krefjast gjalds fyrir för. Því er öfugt farið ef almenningur má fara um eignarland á grundvelli almannaréttar. Ef landeigandi má hins vegar banna för, án tilgreindra ástæðna, má færa rök fyrir því að innan heimilda hans rúmist einnig að heimila för sem greitt er fyrir. Rökstyðja má jafnframt að slík gjaldtaka sæti ekki takmörkunum. Þótt fararréttur almennings sé fyrir hendi takmarkast hann almennt við að hann ekki sé nýttur þannig að gengið sé of nærri hagsmunum landeiganda. Það hagsmunamat tekur meðal annars mið af eðli lands, fararmáta, fjölda ferðamanna og undirliggjandi hagsmunum landeiganda. Gangi för of nærri hagsmunum landeiganda getur hann takmarkað eða eftir atvikum bannað hana. Hægt er að rökstyðja að í þeim tilvikum geti landeigandi kosið að leyfa slíka för gegn greiðslu. Líkur standa þó til þess að slíkt gjald þurfi að miðast við fórnaða hagsmuni og ýmsan kostnað vegna fararinnar en megi ekki útiloka einhverja eða flesta frá því að neyta fararréttarins. Sömu takmörkunum sætir sú gjaldtaka sem getur verið heimil vegna farar ferðamanna í skipulögðum hópferðum sem raskað getur hagsmunum landeiganda. Þá þykir ljóst að landeigandi má krefjast gjalds fyrir þjónustu eða það sem hann leggur sérstaklega til vegna farar umfram lögbundnar skyldur sínar.

  • Authority to collect access fees for public access to private properties
    The subject of this thesis is to determine the rights of landowners to charge travellers for crossing their land or waters. These rights are limited by the Right of way, as established in Public Rights. The thesis examines the evolvement and substance of the Public Rights. However, the main focus is on explaining the Right of way, in relation to the fee collection rights.
    Right of way differs, depending on how and where travellers cross private land. When Right of Way doesn’t apply, collecting access fees is generally allowed. The opposite applies when the public can exercise their Right of way on private property. However, if landowners can ban access to their property, it may be reasoned that it is also within their rights to allow access if a fee is paid. It can also be reasoned that such fee collection cannot be limited. Where Right of way applies it is generally restricted so not to jeopardise the landowners’ interests, depending on type of land, way of travel, number of travellers and what is at stake. If public travel across private land is precarious for the landowner’s interests, she/he can restrict or even ban it. In such cases, it can be reasoned that the landowner can collect fees for allowing access. However, it is likely that such fees should be limited by forgone interests and various travel expenses, and should not exclude some or most of those wanting to exercise their Right of way. Same applies for allowed fee collection from travellers on organized tours which could jeopardise the landowner's interests. Furthermore, it is clear that landowners have the right to charge for any service or contributions to travellers that exceed landowners’ lawful duties.

Samþykkt: 
  • 29.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhann Fannar Guðjónsson ML.pdf657,07 kBLokaður til...01.05.2040HeildartextiPDF