Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22283
Í ritgerð þessari sem ber heitið ,,Tvöfeldni í skattarefsimálum – Þarf að breyta tekjuskattslögum?“ er kannað hvort íslensk tekjuskattslög nr. 90/2003 og lagaframkvæmd þeirra fullnægi kröfum meginreglunnar um ne bis in idem samkvæmt 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu.
Nýverið hafa verið kveðnir upp dómar af Mannréttindadómstól Evrópu þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að beiting hvoru tveggja skattálags og refsingar vegna sömu skattalagabrota er í andstöðu við umrædda reglu Mannréttindasáttmála Evrópu, að öðrum skilyrðum hennar uppfylltum.
Í tekjuskattslögum nr. 90/2003 og öðrum skattalögum er gert ráð fyrir að skattgreiðendur sæti hvoru tveggja skattálagi og refsingu vegna brots á lögunum. Þessi skipan felur ekki aðeins í sér tvöfalda refsingu, þ.e. beitingar skattálags og síðari refsingar, heldur jafnframt endurtekna og tvöfalda málsmeðferð. Hvort tveggja samrýmist ekki áðurnefndri reglu Mannréttindasáttmála Evrópu. Dómafordæmi mannréttindadómstólsins hafa orðið tilefni breyttrar framkvæmdar á meðferð skattarefsimála í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Lögum hefur verið breytt í Finnlandi, en bæði Norðmenn og Svíar hafa breytt framkvæmd innan ramma gildandi laga til að fyrirbyggja tvöfalda málsmeðferð og refsingu í skattamálum. Með sama móti ætti að vera unnt að gera breytingar á framkvæmd mála hér á landi án þess að lagabreytingar séu nauðsynlegar þar sem ákvæði 108. gr. tekjuskattslaga um álag veitir skattyfirvöldum heimild til álagsbeitingar en ekki skyldu.
Þannig verður ekki annað séð en að skattyfirvöldum sé fært að leggja mat á það við upphaf máls hvort atvik séu með þeim hætti að rétt sé að láta þar við sitja og gera hlutaðeigandi einungis álag, í tilefni brota á tekjuskattslögum. Að öðrum kosti vísa máli í farveg refsimáls þar sem málið yrði rannsakað til hlítar að þar til bærum aðilum. Þaðan myndi það koma í hlut yfirskattanefndar eða dómstóla að fjalla um hæfilega refsingu vegna brotsins án þess að áður hafi komið til álags í tilefni af því broti. Mikilvægt er að breytt framkvæmd tryggi að skattaðilum sé aðeins gerð ein refsing með einni málsmeðferð.
In this dissertation named „Double jeopardy in Icelandic taxation proceedings – Does income tax legislation require change?” examines whether Icelandic income tax legislation No. 90/2003 and taxation proceedings are in violation of double jeopardy (ne bis in idem) under Article 4, of Protocol No. 7 to the Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms (“the Convention”).
Recent rulings of the European Human Rights Court have concluded that taxation proceedings in which a tax surcharge has been imposed, and criminal proceedings for tax fraud, are in violation of the Convention.
The Icelandic tax law No. 90/2003 and related tax legislation anticipate that taxpayers can be subject to both a tax surcharge and criminal proceedings for tax fraud. This not only comprises double penalisation, i.e. tax surcharges and criminal charges, but also repeated and double proceedings of the same case. In both instances this is in violation of the Covenant. The European Human Rights Count rulings have led to changes in legislation and/or proceedings in Sweden, Norway and Finland. Finish law has been changed, but the proceedings have been changed both in Norway and Sweden, within the existing legislation, in order to avoid double jeopardy. The same approach could be implemented in Iceland without changing existing legislation, whereas the underlying rule of the tax law in Article 108 of the Income Tax Law is a provision for tax authorities to impose a tax surcharge, but not an obligation.
Based on this, Icelandic tax authorities should be fully capable of determining in each case whether to impose a tax surcharge, or to direct the case into the pathway of criminal proceedings where the case would be fully investigated by the relevant bodies. This would then be followed by the Taxation Reassessment Committee or the Courts to proceed with the relevant charges, without there being a prior sanction in the form of tax surcharge. It is very important that changes in the proceedings under Icelandic tax law will secure that tax payers are subject to only one path of proceeding and penalty.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Tvöfeldni í skattarefsimálum.pdf | 920.93 kB | Lokaður til...15.05.2025 | Heildartexti |