is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22286

Titill: 
  • Húsleit : ákvæði 74. gr. og 75. gr. laga um meðferð sakamála 88/2008
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Húsleit lögreglu er inngrip í friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu þess er verður fyrir leitinni. Leitin er gerð með það að markmiði að handtaka hinn grunaða, rannsaka andlag brots og önnur ummerki eða hafa uppi á munum sem skal haldleggja. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að kanna hvort að heimildir lögreglu til húsleitar skv. lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008 séu of rúmar með tilliti til sjónarmiða um friðhelgi einkalífs. Til samanburðar er kannað hvernig málum er háttað í norskum og dönskum rétti hvað varðar húsleitarheimildir lögreglu.
    Í ritgerðinni er einnig fjallað um hvaða leiðir standi leitarþola til boða til að koma fram andmælum gegn rannsóknaraðgerðum lögreglu ásamt því að kanna hvaða afleiðingar ólögmæt leit hafi í för með sér. Einnig eru könnuð áhrif sönnunargagna sem aflað er með ólögmætri leit, bæði hér á landi, í Bandaríkjunum og í norrænum rétti.
    Með hliðsjón af niðurstöðum ritgerðarinnar má ætla að stjórnarskrárvarin réttindi manna til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu eigi undir högg að sækja með tilliti til heimilda lögreglu til húsleitar skv. núgildandi löggjöf. Lagðar eru til breytingar í þeim tilgangi að tryggja betur þessi réttindi einstaklinga og fyrirtækja gegn ákvörðunum yfirvalda, sem var upphaflegt markmið með setningu ákvæðis 71. gr. í stjórnarskrá og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.

Samþykkt: 
  • 29.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22286


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLritgerd_LRK_12.05.15.pdf649,66 kBLokaður til...01.05.2100HeildartextiPDF