is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22287

Titill: 
  • Ríkisútvarpið - þróun þess og lagaumgjörð : nauðsynlegur fjölmiðill í almannaþágu eða tímaskekkja?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ríkisútvarpið – þróun þess og lagaumgjörð. Nauðsynlegur fjölmiðill í almannaþágu eða tímaskekkja?
    Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða þróun Ríkisútvarpsins (RÚV), bæði sögulega og lagalega. Sérstaklega er litið til þeirra breytinga sem urðu þegar rekstrarformið breyttist með lögum nr. 6/2007 en þau voru ekki síst tilkomin vegna kröfu frá Eftirlitsstofnun EFTA. Opinbert hlutafélag, þar sem ríkið var eini eigandinn, var stofnað og Ríkisútvarpið ohf. hóf formlega starfsemi 1. apríl 2007. Hlutafélagavæðingin þýddi breytingar á öllum rekstri þar sem RÚV fékk aukið sjálfstæði, breytingar urðu á stjórnháttum og svigrúm varð til sem áður var ekki til staðar. Samskiptin við eigandann, ríkið, breyttust líka. Staða starfsmanna varð önnur þar sem reglur opinbera markaðarins áttu ekki lengur við um þá heldur reglur almenna vinnumarkaðarins. Jafnframt þýddu þessar breytingar að endurskipuleggja þurfti fjármögnun félagsins þar sem aðskilja þurfti almannaþjónustu frá samkeppnisrekstri, samkvæmt kröfu Eftirlitsstofnunar EFTA. Hér er einnig litið til samkeppnislaga og hvaða áhrif þau hafa á RÚV.
    Einnig er almannaþjónustuhlutverk Ríkisútvarpsins skoðað með tilliti til laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Tilgangur laganna var ekki síst að stuðla að lýðræðislegri umræðu og menningarlegri fjölbreytni, auk þess sem RÚV hefur samfélagslegt hlutverk. Sérstaklega er farið yfir hvað felst í almannaþjónustu og hvaða kröfur eru gerðar til Ríkisútvarpsins hvað þetta varðar. Spurt er um mörk almannaþjónustunnar og hvað réttlætanlegt sé að leggja mikla fjármuni í slíka þjónustu. Í tengslum við þessa umfjöllun er litið til tilskipana Evrópusambandsins um útvarp í almannaþágu og hvaða áhrif þær hafa haft á Ríkisútvarpið, auk þess sem samanburður er gerður við nágrannalönd.

  • Útdráttur er á ensku

    The Icelandic National Broadcasting Service – its development and legal structure. A necessary public-service medium or an outdated service?
    This thesis deals with the development and the changes within the Icelandic National Broadcasting Service (RÚV), in both historical and legal terms. Special attention is given to the effect of Act No. 6/2007, but changes were made to the law in order to fulfil the demands of EFTA Surveillance Authority. A new limited liability company with only one owner was established according to the new law and the National Broadcasting Service (Ríkisútvarpið ohf.; RÚV) began operations on 1 April 2007 under the new Act. The act also introduced substantial amendments to the operational structure of the RÚV. The changes meant more freedom and independence in corporate governance for RÚV, but it also was the first step towards changes in the relationship with the government. Employees had not the same job security as before, since they were not state employees any more but had to settle for the rules of the private market. The changes also meant changes to the financial structure of RÚV, meaning that the public service had to be separated from competitive aspects on demands from EFTA. Here we also look at competition laws and how they are connected to the service RUV provides.
    The thesis also looks into Act No. 23/2013 on the Icelandic National Broadcasting Service, a public-service medium. The purpose of this Act was to promote democratic discussion, cultural diversity and social cohesion in Icelandic society through the provision of media services based on a public service remit. Special attention is given to the public service requirements of the Act and questions are raised. What kind of public service are we talking about and what are the limits of such a service? How much money does the government have to put into RÚV so that all requirements are fulfilled? Here, we also look into European regulations and directives that deal with public television and how they affect RÚV.

Samþykkt: 
  • 29.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22287


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ríkisútvarpið.pdf1.01 MBLokaður til...15.05.2045HeildartextiPDF