is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22288

Titill: 
  • Trúnaðar- og þagnarskyldan : er þörf á frekari lagasetningu eða reglum um notkun heilbrigðisstarfsmanna á samfélagsmiðlum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í flestum lýðræðisríkjum heims eiga borgararnir rétt á friðhelgi einkalífs og er trúnaðar- og þagnarskyldan ríkur þáttur í að tryggja þann rétt. Hún er forsenda þess trúnaðarsambands sem ríkir á milli sjúklings og heilbrigðisstarfsmanns og er grundvöllur þess að árangur náist á sviði læknavísinda. Víða í íslenskum lögum er þagnarskylda heilbrigðisstarfsmanna áréttuð og tryggir mönnum réttinn til friðhelgi einkalífs. Í ritgerðinni er rannsakað hvort þörf sé á frekari lagasetningu eða reglum vegna notkunar heilbrigðisstarfsmanna á samfélagsmiðlum, gagnvart trúnaðar- og þagnarskyldunni. Niðurstaða umfjöllunarinnar er sú að hún sé einn af hornsteinum samskipta sjúklings og heilbrigðisstarfsmanna. Notkun samfélagsmiðla samræmist ekki þeirri skyldu, jafnvel þótt komið sé fram undir nafnleynd, eða að andlit og nafn sjúklings komi hvergi fram. Því sé nauðsynlegt að kveða skýrt á um trúnaðar- og þagnarskylduna með vísun til samfélagsmiðla, í siðareglum eða leiðbeiningum. Með notkun samfélagsmiðla er hætt við því að heilbrigðisstarfsmaður tjái sig of frjálslega í skjóli nafnleyndar eða lokaðs hóps. Þeir verða að gera sér ljóst að trúnaðar- og þagnarskyldan gildir ávallt, jafnt í vinnu sem utan hennar og eru samfélagsmiðlar engin undantekning frá því. Verði heilbrigðisstarfsmönnum settar skýrar reglur um notkun samfélagsmiðla, yrði slíkt án efa til farsældar fyrir samfélagið og traust þess á heilbrigðisþjónustunni myndi um leið þá ekki bíða hnekki með óvarlegri notkun þeirra. Að mati höfundar er notkun samfélagsmiðla heilbrigðisstarfsmanna nú þegar orðið vandamál og því brýn þörf á breytingum áður en skaði hlýst af.

  • Útdráttur er á ensku

    In most modern democracies, citizens have a right to respect for private life and confidentiality is an important factor to protect that right. Confidentiality is the main prerequisite for a trustworthy relationship between a patient and medical professionals. Moreover, it is the foundation of authentic medical achievements. Confidentiality and right to private life are extensively emphasised within the Icelandic law. It is argued in this paper whether there is need for further laws or regulations concerning the medical professionals' use of social media at work in regard to confidentiality that they are restricted by. The findings revealed that confidentiality is critical regarding the relation between a patient and medical professionals and the use of social media is not according to their obligation even though anonymity is employed, or the patient's face or name is never revealed. Therefore it is crucial to distinctly stipulate confidentiality both in ethical rules and guidelines in regard to social media. By using social media there is a risk that a medical professional might express too freely under the pretence of anonymity or in a closed group. Medical professionals need to realize that the rule of confidentiality applies invariably, at work and off work, and social media is no exception. If rules concerning the use of social media were introduced to the medical professionals in an unambiguous way, it would be beneficial for all respective subjects. Furthermore, the credibility of the health service would not suffer due to an unwarily use of social media. It is my conclusion that medical professionals are already misusing social media at work, and changes are essential in order to avoid serious occurrences.

Samþykkt: 
  • 29.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22288


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerð. Heilbrigðisstarfsfólk og samfélagsmiðlar.pdf1.82 MBLokaður til...15.05.2025HeildartextiPDF