Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22295
Verkefnið felur í sér að klára samkeppnistillögu sem var gerð í hönnunarsamkeppni vegna byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis austan megin við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.
Kláraðir voru 4 af 5 hönnunarfösum í þessu lokaverkefni.
Eftirfarandi fasar voru kláraðir:
Forhönnun, aðaluppdrættir, verkteikningar og útboðsgögn.
Hjúkrunarheimilið skiptist í þrjár íbúðarálmur sem er tengt saman með sameiginlegum rýmum og göngum. Í tveimur álmum verða 2 x 12 íbúðir og ein deild verður með 6 íbúðir fyrir heilabilaða.
Aðkoma að aðalinngang verður á norðurhlið.
Byggingin er á einni hæð og er burðarvirki úr steinsteypu. Mikið er af gluggakerfisútveggjum í sameiginlegum hluta hússins.
Heildarstærð byggingar er 2360 m2 og 9455 m3
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BF-LOK 1010-Skýrsla+Teikningar-Samúel Orri.pdf | 56,34 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |