Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/223
Þessi ritgerð er lokaverkefni undirritaðra til B.Ed. – prófs. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á mikilvægi samtala í stærðfræðinámi. Hugmyndafræðin, sem lögð er til grundvallar um samtöl milli kennara og nemenda og nemenda sín á milli í stærðfræðinámi, er sú að nemendur þurfi að ræða um lausnir sínar, að allir geti orðað hugsanir sínar þannig að nemandinn hafi góðan grunn að byggja á í áframhaldandi námi. Sjónum verður beint að því hvað fræðimenn hafa um þetta efni að segja og hvað kemur fram í rannsóknum. Nokkrar tegundir samtala eru rannsakaðar svo og stærðfræðinámið. Helstu niðurstöður okkar eru þær að auka þurfi þátt umræðunnar í skólastofunni til muna. Þessu þyrfti að fylgja eftir við gerð þrepamarkmiða í aðalnámskrá grunnskóla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Efnisyfirlit.pdf | 25.06 kB | Lokaður | Efnisyfirlit | ||
Heildarskjal.pdf | 434.67 kB | Lokaður | Heildarskjal | ||
Heimildaskrá.pdf | 90.61 kB | Lokaður | Heimildaskrá | ||
Meginmál.pdf | 400.17 kB | Lokaður | Meginmál |