is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22302

Titill: 
 • Úthlutun verðmæta úr lögaðilum : skattalegar afleiðingar ólögmætra úthlutana
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerðinni er ætlað að varpa ljósi á þær heimildir sem hluthafar og félagsmenn hafa við úthlutun verðmæta úr félögum sínum, hvaða reglur gilda um slíkar heimildir og hvert verndarandlag reglnanna er. Í samhengi við fyrrgreind atriði verður fjallað um skattalegar afleiðingar fari úthlutun ekki fram í samræmi við reglur hlutafélagalaga. Markmið ritgerðarinnar er að greina ítarlega frá reglum hlutafélagaréttarins og greina frá því hvert verndarandlag þeirra er. Einnig er undirliggjandi markmið ritgerðarinnar að varpa skýrara ljósi
  á samspil hlutafélagalaga og skattalaga í framkvæmd.
  Í upphafi ritgerðarinnar verður fjallað um helstu félagaformin sem standa aðilum til boða í íslensku lagaumhverfi. Gerð verður stuttlega grein fyrir því hvernig ábyrgð hluthafa er háttað í hverju félagaformi fyrir sig og hverjar heimildir þeirra eru til úthlutana á verðmætum. Í öðrum kafla er fjallað um þær reglur sem gilda um úthlutanir verðmæta úr hlutafélögum og einkahlutafélögum samkvæmt lögum nr. 2/1995 um hlutafélög og lögum nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Í byrjun þriðja kafla verður almenn umfjöllun um hvað teljist til skattskyldra tekna og hvernig skattalegri meðferð þeirra er háttað. Því næst verður greint frá helstu aðferðum sem hluthafar félaga nota til þess að forðast skattlagningu. Í lokin verður fjallað um hvernig skattlagning ólögmætra úthlutana er háttað.
  Niðurstaða ritgerðarinnar bendir til þess að tilgangur reglna hlutfélaga- og einkahlutafélagalaga, sem varða úthlutanir verðmæta til hlutahafa úr slíkum félögum, sé að vernda kröfuhafa. Séu framangreindar reglur brotnar hefur það í för með sér neikvæðar skattalegar afleiðingar og því óhjákvæmilegt að horfa til þess að markmið skattalaga endurspeglast í markmiðum hlutafélagalaganna og hvetur stjórnendur og hluthafa félaga að gæta þess að reglum hlutafélagalaganna sé fylgt þegar það kemur að úthlutun verðmæta til hluthafa.

 • Útdráttur er á ensku

  It‘s difficult not to agree with the statement that profit distribution to shareholders is one of the vital activities of companies. When it comes to companies where shareholders have limited liability the corporate law tends to have strict rules about profit distribution. In this thesis my main emphasis will be recognizing the rules regarding distribution of profits to shareholders and trying to understand their purpose. In context with these rules I will discuss the taxation of distributions when they go against the aforementioned rules of corporate law.
  The first chapter is about the general discussion about the different form of business entities available. I explain how the liability of shareholders is conducted in each entity and make note on the rules regarding distribution of profits. The second chapter contains more detailed discussion about the rules of profit distributions in companies where the liability of shareholders is limited, or so called LLC. The purpose for most of the provisions regarding profit distribution is also highlighted. The third chapter contains a general discussion about taxable income and the taxation of entities. Then the subject shifts to the methods that shareholders take advantage of to avoid taxation. Then in the end of chapter three I’ll discuss the taxation of these aforementioned methods.
  The conclusion of the thesis is that when it comes to the distribution of profits the purpose of the constrains put on LLC is to protect creditors. The main purpose for these constrains is to counter the limited liability which is arguably the most important cornerstone of the corporate form. If the rules of corporate law are broken it will result in a high taxation of unlawful distribution so in a way the purpose of this taxation reflects in the purpose of distribution constraints and they also encourages directors of the companies to pay close attention to the rules of corporate law when distributing profits to shareholders.

Samþykkt: 
 • 30.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22302


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Úthlutun verðmæta úr lögaðilum - Skattalegar afleiðingar ólögmætra úthlutana..pdf343.95 kBLokaður til...01.05.2040HeildartextiPDF