is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22305

Titill: 
 • Sérfræðiábyrgð lögmanna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi lýtur að reglum íslensks skaðabótaréttar um ábyrgð og skyldur lögmanna. Lögmenn hafa um aldalanga tíð gegnt mikilvægu og ábyrgðarríku hlutverki í samfélaginu og verið felldir undir flokk starfstéttar sem kölluð hefur verið starfstétt sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Einnig hafa þar undir verið felld störf m.a. lækna, verkfræðinga, arkitekta og endurskoðenda. Starfstéttir þessar eiga það oftast sameiginlegt að starfa undir ströngu regluverki, en það sem ritgerðin fjallar í megindráttum um eru þær reglur sem eru taldar gilda um lögmenn. Hugtakið lögmaður er í þessari ritgerð túlkað út frá skilningi laga um lögmenn nr. 77/1998, sem aðilar með réttindi til að starfa sem héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmenn. Megin viðfangsefni ritgerðarinnar eru almennar reglur skaðabótaréttar og hin ólögfesta sakarregla, samspil þessara reglna við hegðunarreglur sem lögmenn hafa sett sér (Codex Ethicus).
  Efnisinntök ritgerðarinnar eru á þann veg að lesandinn er leiddur í gegnum almenn atriði skaðabótaréttar sem talin eru gilda um lögmenn, en þegar líður á ritgerðina eru dregin saman þau sérsjónarmið sem talin eru gilda um sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Umrædd sérsjónarmið eru svo í framhaldi heimfærð yfir á lögmenn. Sérsjónarmið þessi koma í megindráttum fram sem afbrigðileg beiting sönnunarreglna fyrir dómi, sem og ríkari kröfur til aðgæslu og vandvirkni í störfum. Starfssviði lögmanna er skipt upp í þrjú megin svið, þ.e. málflutningsstörf, ráðgjafastörf og ýmiss framkvæmdastörf. Flest þessara starfa hafa þá sérstöðu að þau eru innt af hendi á grundvelli samnings milli lögmanns og skjólstæðing hans. Farið er í gegnum hvert svið fyrir sig með tilliti til þeirra reglna sem um lögmenn gilda. Dómaframkvæmd, bæði hérlendis sem og í nágrannaríkjunum, gefur það til kynna að strangari ábyrgð er sett á lögmenn heldur en venjulegt getur talist, skiptir þar litlu máli hvaða störf lögmanna eru til umfjöllunar, heldur virðist mestu skipta hvað skjólstæðingur hafi mátt ætlast af störfum lögmannsins, ýmist er þá slakað á sönnunarkröfum tjónþola í vil. Dómarar hafa þá horft til þeirra sérstöku siðareglna, sem lögmenn hafa sett sér, til fyllingar þeim lagareglum sem niðurstöður dómsins byggja á hverju sinni. Niðurstöður virðast þá liggja þann veg að lögmaður verði látinn bera hallann af flest öllum óvissum málsins, því sé tjónþola oftar gert auðveldara fyrir að sanna málstað sinn.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis examines the rules of the Icelandic Law of damages surrounding responsibility and obligations of lawyers. Throughout history lawyers have played an important role in our society and are classified as independent professional specialists. Other professions also fall under this category such as doctors, engineers, architects and accountants. These professions have in common that they work under strict regulations. This thesis examines the rules which apply for lawyers. The term lawyer is interpreted as understood by the law nr. 77/1998 which is a definition for lawyers with the right to act as district- or Supreme Court attorneys. Emphasis is given to the general rules for the Law of damages and the evaluation of faul, as well as the interaction between these rules with general rules of Codex Ethicus.
  Firstly the reader is lead through the general rules of the damages which apply for lawyers according to Icelandic legislation. Following this special consideration that is given to independently operating specialists, moving on to focus particularly on lawyers. Emphasis is given to abnormal rules of evidence and a stricter evaluation of fault, which apply in court and the requirements which are made in regards to caution and diligence in this line of work.
  The responsibilities which are expected of lawyers can be divided in to three main fields i.e. representation in court, advising and acting on behalf of a client. The common denominator for all these aspects is that the lawyer is acting based on a contract with the client. In this thesis all three fields are explored with regards to the rules and regulations which apply to lawyers.
  The routine in cays law, both in Iceland and its neighbouring countries, implies that a stricter responsibility is imposed on lawyers than is usual. It suggests that the actual specified role of the lawyer is of less consequence than of what the client’s expectations are. Therefore the rules of providing documentary evidence are not as strict when it comes to the claimant. Judges will often take into consideration the Codex Ethicus, which has been set by lawyers themselves, alongside any legal regulations that apply to the relevant case when making a judgment. Consequently the conclusion can be drawn that lawyers bear the responsibility of proving the case was handled as appropriately as possible given the circumstances.

Samþykkt: 
 • 30.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22305


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sérfræðiábyrgð lögmanna.pdf431.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna