is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22306

Titill: 
 • Ísland í Nato : þjóðaréttarlegar skuldbindingar vegna Norður-Atlantshafssáttmálans
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er rannsakað hverjar þjóðaréttarlegar skuldbindingar Íslands eru vegna Norður- Atlantshafssáttmálans, en á grunni hans er Norður- Atlantshafsbandalagið (NATO) stofnað. Er það gert með þeim hætti að þau ákvæði sáttmálans sem máli skipta eru krufin. Gerð er lauslega grein fyrir hvernig Ísland uppfyllir sínar skuldbindingar í dags-daglegu starfi NATO samkvæmt 3. og 9. gr. Norður-Atlantshafssáttmálans. Sérstakur kafli er um 5. gr. Norður-Atlantshafssáttmálans en samkvæmt því ákvæði eru hvert og eitt aðildarríki skuldbundið hinum aðildarríkjunum til að koma til hjálpar ef á eitthvert þeirra er ráðist. Rannsakað er hverjar skyldur Íslands vegna 5. gr. sáttmálans og hvort Ísland sé skuldbundið til að gerast beinn aðili í stríðsátökum ef til þeirra kæmi vegna virkjunar 5. gr. Enn fremur er umfjöllun um fyrirvara sem íslensk stjórnvöld töldu sig hafa gert við 5. gr. er þau undirrituðu sáttmálann. Einnig er stuttlega fjallað um stöðu NATO í íslenskri stjórnskipan og með hvaða hætti hægt er að segja sig frá Norður-Atlantshafssáttmálanum.
  Niðurstöður ritgerðarinnar eru að umfangsmiklar skuldbindingar eru á Íslandi vegna 3. og 9. gr. sáttmálans. Einnig eru raktar ástæður þess að meintur fyrirvari við 5. gr. er ekki settur með tækum hætti að alþjóðarétti og hefur því ekkert lagalegt gildi, þótt hann kunni að hafa haft eitthvert stjórnmálalegt gildi á þeim tíma sem samningurinn er undirritaður. Af því leiðir að Ísland er nákvæmlega jafn skuldbundið 5. gr. sáttmálans og öll önnur aðildarríki NATO. Ísland hefur þó vitaskuld engan fastan her og það er atriði sem verður að hafa í huga þegar skoðað er hvernig Ísland gæti uppfyllt skyldur sínar kæmi til virkjunar 5. gr. í hugsanlegri framtíð. Að allra síðustu er fjalla um þá staðreynd að Norður-Atlantshafssáttmálinn hefur aldrei verið lögfestur á Íslandi, sem setur hann í ákveðna veika stöðu í stjórnskipulegu tilliti.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this thesis is to examine what obligations Iceland has to fulfill in accordance with the North Atlantic Treaty, on the basis of that treaty is the North Atlantic Treaty Organization founded. This is done by examining those articles that obligations can be derived from. It is illustrated how Iceland complies with some of those obligations in the day-today running of the organization. There is a special chapter where Iceland’s obligations, according to article 5 of the treaty, is investigated, and to what extend Iceland’s obligations reach i.e. if Iceland has to be directly involved in armed conflict in case of invocation of article 5. According to article 5 of the treaty each participant is committed to come to another’s aid in case of an armed attack. Furthermore there is a discussion about a reservation that Icelandic official believed themselves to have made on article 5 on the ratification of the treaty. Lastly there is a brief discussion about the status of the treaty in accordance to Icelandic law and governance.
  The thesis concludes that there are extensive obligations that Iceland is committed to fulfill in accordance to article 3 and 9 of the North Atlantic Treaty. It is also clear that the aforementioned reservation is not put forth in a just formal matter and can’t therefore be held up in accordance to international law. Therefore Iceland is bound by article in the same manner as all other member states in NATO in case of future invocation of article 5. Iceland’s potential article 5. obligation is of course though limited by the fact that it has no army. The legal status of the treaty in Icelandic domestic law weakens its stature because it has never been formally legislated by the Icelandic parliament.

Samþykkt: 
 • 30.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22306


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ísland í NATO.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna