is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22309

Titill: 
 • Markaðsmisnotkun í ljósi dómaframkvæmdar á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markaðsmisnotkun í ljósi dómaframkvæmdar á Íslandi
  Mikilvægt er að íslensk löggjöf um verðbréfaviðskipti stuðli að því að verðbréfaviðskipti fari fram þannig að utanaðkomandi aðilar geti treyst því að heiðarlega sé komið fram. Í 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 (vvl.) er að finna ákvæði sem kveður á um bann við markaðsmisnotkun og er því ætlað að tryggja að aðilar geti ekki haft óeðlileg áhrif á verðmyndun fjármálagerninga. Ekki hefur mikið reynt á ákvæði 117. gr. vvl. fyrir íslenskum dómstólum en ákvæði um markaðsmisnotkun hefur verið í lögum í tæp 20 ár, eða frá 1996. Í kjölfar bankahrunsins í október 2008 hafa átt sér stað miklar umræður á opinberum vettvangi um það hvort markaðsmisnotkun hafi átt sér stað í auknum mæli í aðdraganda hrunsins.
  Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þá háttsemi sem tengist dómaframkvæmd á sviði markaðmisnotkunar en eftirfarandi dómsmál eru til umfjöllunar: mál nr. S-1635/2003, Hrd. 52/2010, mál nr. S-207/2013 og Hrd. 145/2014
  Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um þau lög og reglur sem gilda um markaðsmisnotkun og lögskýringargögn sem lögð eru til grundvallar við mat á henni. Þá er leitast við að kanna hvaða aðferðir og háttsemi teljist til markaðsmisnotkunar í ljósi dómaframkvæmdar og hvernig dómstólar á Íslandi hafa túlkað ákvæði um markaðsmisnotkun. Þannig er lagt heildstætt mat á þá háttsemi sem vörðuðu dómana og einnig leitast við að taka afstöðu til niðurstöðu ofangreindra dómsmála. Að lokum er gerður stuttur samanburður við ákvæði um markaðsmisnotkun í dönskum lögum. Ákvæði 117. gr. vvl. er fremur óskýrt og er því erfitt að átta sig á því hvaða háttsemi getur fallið undir það. Af dómaframkvæmdinni má álykta að ákvæðið sé túlkað fremur rúmt enda getur verknaðarlýsing þess náð yfir margar aðferðir markaðsmisnotkunar.

Samþykkt: 
 • 30.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22309


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markaðsmisnotkun í ljósi dómaframkvæmdar á Íslandi.pdf492.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna