en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2231

Title: 
  • Title is in Icelandic Ákveðin hneigð í íslenskri kvikmyndagagnrýni. Heimspekileg rannsókn á hlutverki kvikmyndagagnrýnenda
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Hvað er góð kvikmyndagagnrýni? Í ritgerðinni er leitast við að svara þessari spurningu af þremur sjónarhólum. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er sjónum beint að kenningalegum rannsóknum, þar sem fjallað er um hugmyndir og aðferðir fræðinga við að meta kvikmyndir. Lykilspurningin hér er sú hvort hægt sé að byggja fagurfræðilega mælikvarða um kvikmyndir á frumspekilegum hugmyndum um séreðli þeirra. En sú spurningin hefur skipt gagnrýnendum í ólíkar fylkingar eftir því hvort og þá hvernig þeir sjá fyrir sér séreðli kvikmynda. Meginniðurstaðan í þessum hluta er sú að ekki sé hægt að byggja mælikvarða um ágæti kvikmynda á hugmyndum um séreðli þeirra þar sem slíkir tilburðir leiða til of takmarkaðrar sýnar á möguleika kvikmynda. Í öðrum hluta ritgerðarinnar er spurningin skoðuð út frá verklegri eða "pragmatiskri" nálgun þar sem leitast er við að skilgreina viðmið kvikmyndagagnrýnni með beinni og fjölbreyttari hætti. Þar geri ég grein fyrir tilraun minni þar sem ég lýsi sex skilyrðum sem gagnrýnandinn þarf að uppfylla svo umfjöllun hans geti talist vera fagleg. Í þriðja hluta lýsi ég síðan niðurstöðum rannsóknar minnar á 1500 íslenskum kvikmyndadómum frá síðustu átta árum. Þar er íslensk kvikmyndagagnrýni greind í ljósi umræðu úr fyrstu tveimur hlutum ritgerðarinnar og spurt er hvort sú gagnrýni sem birtist í íslenskum fjölmiðlum í dag sé fagleg, skýr, fræðandi, rökleg og gagnleg skilningi okkar á kvikmyndum. Meginniðurstaða mín er sú að íslenskir kvikmyndagagnrýnendur geta ekki talist faglegir fyrr en þeir rannsaka forsendur fullyrðinga sinna og tileinka sér skýrari vinnubrögð og röklegri nálgun þegar kemur að mati kvikmynda.

Accepted: 
  • Jan 20, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2231


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ákveðin hneigð_fixed.pdf1.64 MBOpenMeginmálPDFView/Open