is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MPM/MSc Verkfræðideild / Department of Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22336

Titill: 
 • Titill er á ensku Blood bank inventory management analysis
 • Greining á birgðakerfi Blóðbankans
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bæting ferla blóðbankans er flókið ferli. Blóð er viðkvæm vara með óvissu í bæði framboði og eftirspurn. Blóðbankastjórnun er því leit að jafnvægi milli skorts og sóunar vegna ofgnóttar. Það er nauðsynlegt fyrir heilbrigðiskerfið að til sé nóg af blóðeiningum til staðar í blóðbankanum. Áskorunin felst í því að fjöldi blóðgjafa og blóðþega eru strjálar breytur auk þess sem að blóð hefur takmarkaðan líftíma og gæðakröfur á hverja einingu strangar. Þessi rannsókn byggist á íslenska Blóðbankanum og starfssemi hans. Hann hefur sérstöðu á heimsvísu hvað varðar smæð, það er aðeins einn miðlægur lager og vinnslustöð þaðan sem allar einingar eru sendar frá. Til að rýna í birgðastýringu Blóðbankans og leita að bættri nýtingu kerfisins var strjált hermilíkan hannað. Til þess að bæta skilning á aðfangakeðjunni var aðhvarfsgreining notuð til að skoða hvort hægt væri að hafa áhrif á framboð blóðs og hversu breytilegt það væri. Með því að auka skilning á framboði blóðsins aukast líkur á því að hanna vel heppnuð tilrauna hermilíkön. Áhættugreining
  var einnig gerð til að auka líkur á viðeigandi tilraunalíkönum. Það getur reynst kostnaðarsamt að hafa óþarfar einingar í kerfinu en það er þó ljóst að mikilvægara er að verða ekki fyrir skorti. Það var því nauðsynlegt að hanna líkönin vel í leit að bætingu kerfisins. Þrátt fyrir að ná ekki að sannreyna grunnlíkanið sýndu niðurstöður að með því að stjórna framboði á blóði eftir breytilegri eftirspurn árstíða var hægt að bæta birgðakerfi Blóðbankans.

 • Útdráttur er á ensku

  Improvement of a blood supply chain is a complex process. Blood is a perishable product with uncertainties in both supply and demand and blood stock
  management is therefore a judicius balance between shortage and wastage.
  Sufficient blood supply is critical to the healthcare industry and the general population. The challenge lies in the stochastic nature of donated and transfused blood units that have a short life span and follow extremely strict quality demands. This study was based on the Icelandic blood bank and its operations. It is a small blood bank on a global scale, with one centralised processing and distribution center. Discrete event simulation was used to determine which policy should be used in order to improve the blood supply chain and reduce shortage and wastage levels. For an improved understanding of the blood supply chain, multiple linear regression analysis was used
  to explore if and how blood supply could be affected. An understanding of the supply increases the probabiltiy of successfully designed experimental
  models in the simulation. Risk analysis was also used for the purpose of creating suitable experimental models by determining the most volatile variables. It can be quite costly to have excessive out-dated units in the system although it is clear that shortage of blood is not acceptable. It was therefore vital to locate the proper experimental models in order to improve the supply chain. Even though the base model was not properly validated due to insufficiency of data the results show that collecting blood units by seasonality could improve the inventory management of the Icelandic Blood Bank.
  Keywords - Simulation, Multiple Linear Regression, Risk Analysis, Blood
  Stock Management, Inventory Management

Samþykkt: 
 • 2.7.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22336


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElisabetEdda.pdf1.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna