en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2233

Title: 
  • Title is in Icelandic Information seeking by geoscientists
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmiðið með þessari rannsókn var að fá vitneskju um hvernig upplýsingaöflun jarðvísindamanna fer fram. Níu jarðvísindamenn úr ríkisstofnum og einkafyrirtækjum voru rannsakaðir. Notaðar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir og gögnum safnað með opnum viðtölum sem voru tekin upp á stafrænt upptökutæki og afrituð. Gögnin voru kóðuð með opnum og lokuðum kóðum. Ein þátttökuathugun var framkvæmd á sérfræðibókasafni sem þjónar jarðvísindamönnum. Niðurstöðurnar benda til þess að jarðvísindamennirnir leiti upplýsinga sem nýtist þeim í verkefnum en sumir sæki einnig upplýsingar til þess að viðhalda eða bæta fagþekkingu sína. Einstaklingarnir höfðu mismunandi upplýsingaþarfir en sameiginleg einkenni voru greind. Þeir nota ýmsar upplýsingalindir og upplýsingaleiðir (sources and channels) þ.m.t. skýrslur, bækur, greinar úr fagtímaritum, gagnabanka, vefsíður og fólk. Upplýsingalindirnar og upplýsingaleiðirnar urðu líklega fyrir valinu því þær voru fljótlegar í notkun, kunnuglegar og líklegar til að innihalda upplýsingarnar sem sóst var eftir. Jarðvísindamennirnir virtust öruggir um hæfni sína til að leita upplýsinga og þeir litu á árangurslausa upplýsingaleit sem skammtíma vandamál. Greind hegðun var borin saman við áður birt líkön um upplýsingaleit. Hópurinn var lítill og mjög breytileg hegðun í upplýsingaleit kemur í veg fyrir að það megi yfirfæra niðurstöðurnar á jarðvísindamenn almennt. Hægt væri að gera viðbótarannsóknir sem beindist að tengslum milli upplýsingaleitar og einstökum starfsþáttum (tasks) í viðfangsefnum jarðvísindamanna.

Accepted: 
  • Apr 20, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2233


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
kdr_thesis_fixed.pdf1.03 MBOpenHeildartextiPDFView/Open