is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2234

Titill: 
  • Geta ungliðahreyfingar haft áhrif í stjórnmálum á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er varpað fram þeirri spurningu hvort ungliðahreyfingar geti haft áhrif í stjórnmálum á Íslandi. Ungliðahreyfing Sjálfstæðisflokksins er til umfjöllunar þar sem notaður er samanburður á því hvað ungir sjálfstæðismenn sögðu á áttunda áratuginum og hvað þeir gerðu á tíunda áratuginum. Á þeim áttunda kom fram ný kynslóð með nýjar hugmyndir á gömlum grunni. Þessar hugmyndir eru kenndar við frjálshyggju og vöktu talsverða athygli á þeim tíma enda í fyrsta skipti sem lagt var til að draga verulega úr ríkisbúskap á Íslandi. Auk þess var talsverð útgáfustarfsemi hjá ungum sjálfstæðismönnum á þessum tíma. Þannig háttar til að margir þeirra sem höfðu sig í frammi hjá SUS á áttunda áratuginum urðu síðar alþingismenn og ráðherrar.
    Kynslóðaskipti urðu á Alþingi eftir kosningarnar 1991. Í kjölfarið var ýmislegt framkvæmt í samræmi við hugmyndir frjálshyggjunnar. Fyrir eru teknir fjórir málaflokkar: efnahagsmál, sjávarútvegsmál, iðnaðarmál og landbúnaðar- og byggðamál. Greint er frá því hvaða hugmyndir ungir sjálfstæðismenn höfðu um þessa málaflokka á áttunda áratuginum og hvað var gert í þessum málaflokkum í ríkisstjórnum tíunda áratugarins sem Sjálfstæðisflokkurinn átti aðild að. Ljóst er að þessi kynslóð sjálfstæðismanna var á margan hátt trú þeim hugsjónum sem hún boðaði tuttugu árum fyrr en þó ekki undantekningalaust. Í ritgerðinni er einnig fjallað um kenningu sem bandaríski fræðimaðurinn Ronald Inglehart setti fram og felur meðal annars í sér að meiriháttar þjóðfélagsbreytingar verði þegar kynslóðaskipti eigi sér stað. Slíkar breytingar áttu sér stað á Íslandi eftir 1991.

Samþykkt: 
  • 21.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2234


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf373.13 kBOpinnGeta ungliðahreyfingar haft áhrif í stjórnmálum á Íslandi? - HeildartextiPDFSkoða/Opna