is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn í Reykjavík > Tækni- og verkfræðideild > MEd / MPM / MSc verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22340

Titill: 
 • Titill er á ensku Boeing 757-200 Interior Simulation for Cabin Air Quality Analysis
 • Hermun á lofteiginleikum í farþegarými Boeing 757-200 flugvéla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Með aukinni samkeppni í flugiðnaði hefur Icelandair beint sjónum sínum enn frekar að velferð farþega sinna auk þess sem þeir hafa uppfært bæði sætin sem og afþreyingarkerfin í flestum ef ekki öllum vélunum sínum. Þrátt fyrir það hafakvartanir borist frá bæði farþegum sem og áhöfn vegna hita í farþegarými á meðan á flugi stendur. Til að Icelandair haldi samkeppnisforskoti sínu er mjög mikilvægt að finna út úr því hvort þessar kvartanir eigi sér stoð í raunveruleikanum, og hvort raunhæfar lausnir séu til staðar til að bregðast við þeim. Lokaverkefni þetta gengur út á að skoða hvort hægt sé að koma upp módeli fyrir loftræstikerfi vélanna þannig að stöðluð mæling um borð í einhverri einni vél, gæti sagt fyrir um hvort loftræstikerfi mældu vélarinnar sé að vinna eins og til er ætlast samanborið við módelið. Til að búa til módelið var ákveðið að teikna vélina upp í þrívíddarforritinu Autodesk Inventor Professional sem svo var flutt inn í Autodesk Simulation CFD til að herma raunmælingarnar. Í byrjun var vélin öll teiknuð upp eftir miðju hennar en seinna var ákveðið að minnka það niður í lítinn hluta hennar vegna þess mikla tíma sem fór í að leysa hermunina. Mælingar
  voru framkvæmdar um borð í einni flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli þann 16.apríl 2015 í því skyni að koma upp slíku módeli. Mælingunum var skipt upp í sjö tímabil sem réðust af upphafsgildi tímabils þar til kerfið náði jafnvægi aftur áður en stillingu lofthitans var aftur breytt. Mældum og hermdum gildum var þá
  komið yfir í Matlab til að áætla yfirfærslufall tímabilanna og þau svo borin saman með þrepsvörunargrafi þeirra. Þegar gröfin voru lögð saman í eitt sýndu þau að hermunin var mjög nálægt mældu gildunum á hverju tímabili fyrir sig. Til að koma upp módeli til að skera úr um hvort kerfi einhverrar einnar vélar sem valin væri af handahófi sé innan marka þess sem eðlilegt getur talist þarf hins vegar að taka mælingar um borð í fleiri en einni vél eins og gert var í þessu tilfelli. Niðurstöðurnar
  benda hins vegar til þess að það sé fýsilegt að koma upp svona módeli til að geta á einfaldan hátt gengið úr skugga um hvort kerfi einhverrar einnar vélar bregðist við á eðlilegan máta samanborið við módelið og þar með hvort hún sé innan marka þess sem aðrar sambærilegar vélar sýna.

 • Útdráttur er á ensku

  With increased competition in the flight industry Icelandair has heightened their focus on the well being of their passengers even more as well as upgrading both the seats and the entertainment system on board most if not all of their aircraft. A few complaints have been lodged regarding the temperature in the cabin from both passengers as well as the crew. In order for Icelandair to maintain their competitive edge it is important for them to discover whether these complaints are
  based in fact, and if there are some reasonable solutions present to improve the overall passenger comfort during flight. This thesis explores whether there is a way to establish a baseline for the air
  conditioning system so that a standardized measurement test could be carried out in an arbitrary aircraft, would show if said aircraft system is functioning as intended compared to a baseline model. To this end measurements were carried out on board an empty aircraft in Keflavik
  airport. To establish a baseline the decision was made to model the aircraft using the 3D Computer Aided Design (CAD) program Autodesk Inventor Professional (AIP) and import that model into Autodesk Simulation CFD (ASCFD) to simulate the measured data. First the whole passenger cabin was simulated but later it was decided to build a smaller surrogate for optimization of the cabin due to high element count and thus a long solution time. The results from the large simulated passenger cabin does however suggest that there are no dead spots or stagnant air pockets present in the cabin. The smaller surrogate of the aircraft called “The Slice” included three seat rows. To compare the measured data to the simulations Matlab was used to estimate the transfer functions of both the measured and the simulated data from a set of seven time periods resulting from the measurements.
  The systems were then plotted for comparison. The starting temperature of each period was used as a starting point in the corresponding simulation. To compare each time period to its corresponding simulation the step response of both the measured and simulated time periods were plotted. The overlaid plots show that the simulations are well grounded to the measured data. To establish a baseline does however require more measurements than from only one plane as was the case in this thesis. The results do however suggest that it would be feasible to model
  such a baseline for a simple way to determine if the air conditioning system on board some randomly selected aircraft is functioning as intended compared to the baseline model.

Samþykkt: 
 • 2.7.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22340


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc-Einarsson_Sigurdur-2015.pdf6.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna