is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22350

Titill: 
  • Réttarumhverfi erlendra fjárfestinga í fasteignum
  • Titill er á ensku The Legal Environment of Foreign Investment in Icelandic Real Estate
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Réttur erlendra aðila til að eignast fasteignir hefur löngum sætt ströngum skorðum í ríkjum heimsins, fyrr á öldum sem og nú. Liggja margvíslegar ástæður fyrir þeirri skipan mála sem eiga rætur sínar að rekja til grundvallarhugmynda um eðli ríkja og getu þeirra til að viðhalda yfirráðum á landsvæði og eignum sem falla innan landamæra þeirra. Orsökin liggur einnig í öðrum flóknum pólitískum, efnahagslegum og lagalegum sjónarmiðum sem snúa að eðli eignarréttar sem mannréttinda og stjórntækis ríkisins.
    Höfuðmarkmið þessarar ritgerðar verður að lýsa á heildstæðan hátt gildandi réttarumhverfi fjárfestinga erlendra aðila í fasteignum á Íslandi. Með það að markmiði verður aðallega farið yfir gildandi rétt og framkvæmd skv. lögum nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna (hér eftir nefnd leaf.) þar sem þau lög eru helsta réttarheimildin um rétt erlendra aðila til að eignast fasteignir á Íslandi. Hugtakið fjárfesting verður notað í víðu samhengi í þessari umfjöllun, það er umfjöllunin verður ekki einskorðuð við það hvort fjárfesting aðila sé í hreinum viðskiptalegum tilgangi eða ekki.
    Leaf. hafa verið gagnrýnd fyrir að vera óskýr og að stjórnsýsluframkvæmd á grundvelli þeirra sé ógegnsæ. Verður leitast við að skýra gildandi rétt skv. lögunum og einnig að skýra stjórnsýsluframkvæmd á grundvelli þeirra með rannsókn á stjórnvaldsákvörðunum byggðum á þeim lögum.
    Til að setja ofangreint í samhengi og með það að markmiði að gefa skýra mynd af því hvert sé réttarumhverfi erlendra fjárfestinga í fasteignum á Íslandi, verður byrjað á að fjalla á lýsandi hátt um helstu réttarheimildir sem tengjast umfjöllunarefninu, þ. á m. leaf. Þá verður birt rannsókn á framkvæmd stjórnvaldsákvarðana á grundvelli leaf.. Að lokinni rannsókn verða færðar fram efnislegar athugasemdir um gildandi réttarumhverfi erlendra aðila til að kaupa fasteignir á Íslandi skv. umfjöllun um réttarheimildir með hliðsjón af niðurstöðum rannsóknarinnar. Þá verður gerður samanburður á gildandi rétti í Noregi varðandi erlendar fjárfestingar í fasteignum. Í lokakafla verður farið yfir helstu niðurstöður í umfjöllun og rannsókn og leitast verður við að svara því hvert sé réttarumhverfi erlendra fjárfestinga í fasteignum á Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    The thesis will seek to describe the legal environment of foreign investment in Icelandic real estate.
    The first chapter is an introduction to the thesis where the handling of the thesis material is described.
    The second chapter contains a descriptive review of Icelandic law regarding foreign acquisition and foreign ownership of real estate. The primary source of law on the issue is Icelandic statute nr. 19/1966 on the ownership right to real property and the right of use of real property. The general principle of statute nr. 19/1966 bars foreigners from owning or using Icelandic real property but the statute contains exemptions from the principle. One of these exemptions is an exemption from the interior minister. The statute gives the interior minister complete freedom to deviate from the general principle of the law and provides him with the power to allow any foreign party to acquire or own any Icelandic real estate. No legal or official information is to be found about how the interior minister shall conduct the practice of this exemption clause.
    The third chapter contains research on the actual practices of the interior minister by reviewing all cases based on the above mentioned exemption clause in the period 2004-2013. The research revealed that almost all applications by foreign parties are granted exemption from the conditions of statute nr. 19/1966.
    The fourth chapter follows up on the descriptive review of the second chapter and the research of the third chapter by looking into various issues of the legal environment, the practices of the interior minister in his exemptions and the most relevant legal questions that surround the foreign acquisition and ownership of Icelandic real estate.
    The fifth chapter contains a comparative review of the Norwegian legal environment for foreign investment in real estate.
    The sixth and final chapter concludes the thesis. The conclusion is that most foreign parties seem to be able to acquire and own most real estate. The exemptions seem to mainly be in cases of very large areas of land, real estate of cultural significance or cases where the characteristics of the foreign party are deemed unsatisfactory by the Icelandic authorities.

Samþykkt: 
  • 20.7.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22350


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal.pdf1.1 MBLokaður til...05.07.2135MeginmálPDF
snidmat_forsida_meistararitgerdir.pdf36.6 kBLokaður til...05.07.2135ForsíðaPDF

Athugsemd: davidorngudnason@gmail.com