is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22356

Titill: 
 • Hlutverk vátryggingafélaga við úrlausn umhverfislegra vandamála
 • Titill er á ensku Role of insurance companies in dealing with environmental issues
Útgáfa: 
 • Júní 2015
Útdráttur: 
 • Tilgangur greinarinnar er að fjalla um hlutverk vátryggingafélaga við úrlausn umhverfislegra vandamála. Umhverfisleg vandamál eru mörg hver þess eðlis að þau eru ekki einkamál stjórnvalda eða fyrirtækja í mengandi starfsemi, heldur þurfa allir að leggja sitt af mörkum ef bæta á ástandið, stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar. Uppbygging vátryggingakerfa er mismunandi á milli landa, en vegna stærðar vátryggingageirans og samþættingar við flest alla þætti samfélagsins geta vátryggingafélög verið öflugur liðsmaður þegar kemur að innleiðingu á stefnu stjórnvalda á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Greinin byggir á tilviksrannsókn meðal 16 norrænna vátryggingafélaga á Álandseyjum, Færeyjum, Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og í Svíþjóð, en félögunum var skipt upp í tvo tilvikshópa, Eyjahóp og Meginlandshóp. Munur er á aðgerðum/aðgerðaleysi í hópunum og því eru flest öll dæmin í greininni frá Meginlandshópnum. Meðal þess sem Meginlandshópurinn leggur áherslu á út frá umhverfissjónarmiðum eru 1) vörur og þjónusta, 2) tjón og forvarnir, 3) fjárfestingar, 4) eigin starfsemi, 5) eftirfylgni og 6) vátryggjendur sem þrýsitafl. Í tilviki Eyjahópsins eru áherslurnar helst á forvarnir og fáeina þætti sem snerta þeirra daglegu starfsemi. Fræðilegt og hagnýtt gildi rannsóknarinnar felst í því að varpa ljósi á hlutverk og stöðu vátryggingafélaga við úrlausn umhverfislegra vandamála.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this paper is to discuss the role of insurance companies in solving environmental issues. Environmental issues we now face are many of such magnitude and severity that it is not just up to governments or heavy polluting companies to deal with them, everyone needs to contribute including authorities, institutions, corporations and individuals. Insurance systems differ between countries, but due to the size of the insurance sector and integration with almost every aspect oft society, insurers can be a powerful ally when it comes to implementing environment and climate policies of authorities. The article is based on a Ph.D. research of one of the authors which conducted a multi-case study of 16 Nordic insurance companies in the Åland Islands, Faroe Islands, Iceland, Denmark, Finland, Norway, and Sweden. The companies are divided into two case groups; the Islands group and the Mainland group. Differences in actions/inactions were evident between the case groups, meaning that most of the examples used are from the Mainland group. The environmental and climate change focus areas of the Mainland group are 1) products and services, 2) loss prevention and claim settlement, 3) investments, 4) companies own operation, 5) follow-up, and 6) insurers as a driving force of actions. In case of the Islands companies they mainly focus on loss prevention and few factors that affect their daily activities. Theoretical and practical contribution of the study is to highlight the role and contribution of insurance companies in dealing with environmental issues.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 11(1) 2015, 87-114
ISSN: 
 • 1670-679X
ISBN: 
 • 1670-6803
Athugasemdir: 
 • Fræðigrein
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 21.7.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22356


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2015.11.1.6.pdf735.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna