is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22387

Titill: 
 • Pólitísk markaðsfjölmiðlun
 • Titill er á ensku A Politically Commercial Media System
Útgáfa: 
 • Desember 2013
Útdráttur: 
 • Flokksfjölmiðlun þreifst hér á landi fram undir síðustu aldamót og sú umbreyting sem Blumler og Kavanagh (1999) kölluðu "Þriðja skeið pólitískrar boðmiðlunar" og felst m.a. í aukinni sérfræðiþekkingu í boðmiðlun innan stjórnmálaflokka og mikilli fagvæðingu blaðamannastéttarinnar og fjölmiðla, hefur haft styttri tíma til að þroskast en raunin var víða í nágrannalöndunum. Í þessari grein eru birtar niðurstöður úr frambjóðendakönnun sem gerð var meðal frambjóðenda allra stjórnmálaflokka í öllum kjördæmum fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Niðurstöðurnar sýna með afgerandi hætti að íslenskir stjórnmálamenn hafa litla tiltrú á fagmennsku blaðamanna, óhæði fjölmiðla gagnvart stjórnmálaflokkum og þeirri óhlutdrægni sem alla jafna er talin fylgja markaðsvæðingu og umbreytingu frá ytri yfir í innri fjölbreytni í fjölmiðlun (Hallin og Mancini, 2004). Þvert á móti virðast stjórnmálamenn sjá íslenskan fjölmiðlamarkað í pólitísku ljósi þar sem flokksmiðlun og ytri fjölbreytni er áberandi mikilvæg. Leidd eru rök að því að þessar niðurstöður styðji að til hafi orðið kerfi "pólitískrar markaðsfjölmiðlunar" á Íslandi, m.a. vegna mikillar sögulegrar nálægðar flokksfjölmiðlunar, bernsku í fagvæðingu blaðamannastéttarinnar, fárra og frjálslegra reglna um fjölmiðlamarkaðinn, mikillar samþjöppunar eignarhalds á fjölmiðlum og samkrulls eigendavalds og flokkspólitíkur.

 • Útdráttur er á ensku

  ">"The third Age of Political Communication" and includes e.g. increased communication expertise within the political parties as well as professionalization of journalism, thus has had shorter time to develop than in many of the neighbouring countries. In this article the results of a survey among candidates from all political parties and all constituencies in the 2013 parliamentary elections are reported. The findings categorically show that politicians have little faith in the professionalization, impartiality and balance to political parties of the Icelandic media and journalists, characteristics that would be expected to follow the commercialisation of the Media System and transformation from external diversity to internal diversity (Hallin and Mancini, 2004). Icelandic politicians on the contrary view the Media in a political light where political parallelism and external diversity is important. It is argued that in Iceland there has developed a "Politically Commercial Media System" due to a combination of reasons. Among them are the historical proximity of a system of political parallelism, a relatively recent professionalization of journalism, an unregulated media environment and an extreme ownership concentration of the media, where ownership powers and political parties became mixed with each other.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 2013, 9(2): 509-530
ISSN: 
 • 1670-679X
ISBN: 
 • 1670-6803
Athugasemdir: 
 • Fræðigrein
Tengd vefslóð: 
 • http://www.irpa.is
Samþykkt: 
 • 23.7.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22387


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2013.9.2.13.pdf871.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna