is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22392

Titill: 
 • Ábyrgð, stofnanir og íslensk stjórnsýsla. Lærdómar af bankahruni
 • Titill er á ensku Responsibility, institutions and administration. Lessons from Iceland’s banking crisis
Útgáfa: 
 • Júní 2014
Útdráttur: 
 • Ábyrgð er það siðferðilega hugtak sem hefur verið í hvað einna mestri umræðu hér á landi frá bankahruninu. Einkum hefur sjónum verið beint að því hverjir beri ábyrgð á hruni bankanna og hvað í þeirri ábyrgð felist. Í þessari grein verður fjallað um ábyrgð út frá einu tilteknu dæmi úr íslenskri stjórnsýslu. Í fyrsta hluta greinarinnar verður fjallað um greinarmun á tvenns konar ábyrgð og lögð sérstök áhersla á ábyrgð sem dygð. Þá er einnig fjallað um mikilvægi stofnana með tilliti til þess hvernig við greinum ábyrgð einstaklinga og jafnframt um það hvernig auka megi vægi ábyrgðar innan stjórnkerfis, fyrirtækja og í samfélaginu almennt. Í öðrum hluta greinarinnar er fjallað ítarlega um dæmi sem finna má um vinnubrögð úr íslenskri stjórnsýslu eins og henni er lýst í rannsóknarskýrslu Alþingis um samráðshóp um fjármálastöðugleika. Dæmið verður greint út frá hugmyndum um fagmennsku og ábyrgð en það sýnir ljóslega hvernig hið flókna samspil innan stofnana, og ekki síður milli stofnana, undirstrika mikilvægi virkrar ábyrgðar. Í þriðja hluta greinarinnar verður fjallað um þau álitaefni sem koma fram í dæminu út frá fagmennsku og stofnunum og þeirri greiningu sem sett er fram í fyrsta hluta. Rætt verður um hvernig auka megi vægi ábyrgðar innan stjórnkerfis, fyrirtækja og í samfélaginu almennt.

 • Útdráttur er á ensku

  Since the financial crisis there has been a focus on responsibility or accountability in Icelandic society and people have asked if some individuals were responsible for the fall of the Icelandic banks. This article discusses individual responsibility and the role of institutions in relation to a case of the consultative group on financial stability and contingency planning established in 2006 as described in the Special Investigation Commission report. The first part of the article discusses the distinction between passive and active responsibility and the role of institutions in defining roles and responsibility. In the second part, I will offer a detailed discussion of the case of the consultative group on financial stability in relation to responsibility. In the third part the case will be analyzed from the criteria of active responsibility and well structured institutions. The conclusion is that the consultative group failed as a structure to meet its task and give their members opportunity to behave responsibly prior to the financial crisis.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 2014, 10(1): 1-16
ISSN: 
 • 1670-679X
ISBN: 
 • 1670-6803
Athugasemdir: 
 • Fræðigrein
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 23.7.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22392


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2014.10.1.1.pdf432.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna