is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22399

Titill: 
 • Sameining sveitarfélaga á Íslandi í 70 ár. Röksemdir sameiningarsinna og andstæðinga
 • Titill er á ensku Efficiency, capacity and democratic deficits. Arguments for and against municipal amalgamations in Iceland for 70 years
Útgáfa: 
 • Júní 2014
Útdráttur: 
 • Í þessari grein er fjallað um þær röksemdir sem notaðar hafa verið í umræðu um það hvort sameina beri sveitarfélög á Íslandi um sjötíu ára skeið. Greind eru rök bæði sameiningarsinna sem og þeirra sem lagst hafa gegn sameiningum. Notast er m.a. við skilgreiningar Dönsku stjórnmálafræðinganna Ulrik Kjær og Poul Erik Mouritzen á því hvað felist í bolmagni (d. bæredygtighed) og lýðræði í umræðu um samspil þessara þátta þegar rætt er um stærð sveitarfélaga. Það er meginniðurstaðan í greiningunni að rök sem tengjast hagkvæmni, skilvirkni og bolmagni; a) hagkvæmni og skilvirkni, b) faglegt bolmagn, c) aðgerða- og þróunargeta, d) þjónustubolmagn og e) aðlögunar og breytingageta séu þeir þættir sem notaðir hafa verið sem röksemdir fyrir sameiningum sveitafélaga. Sérstaklega á þetta við um hagkvæmni og skilvirkni og svo faglegt bolmagn. Veigamestu röksemdir andstæðinga sameininga gegnum tíðina eru lýðræðistengd rök: a) rök um endurspeglun og jafnræði (svæðalegt jafnræði og þjónustulegt jafnræði), b) rök um ábyrgð (þekkingu á málefnum sveitarfélags og þátttaka í kosningum) og c) móttækileiki kerfis, þ.e. hið pólitíska kerfis bregst við þörfum og kröfum fólksins með því t.d. að gefa borgurunum möguleika á þátttöku.

 • Útdráttur er á ensku

  This article deals with analyzing the arguments which have been used in the debates in Iceland about municipal amalgamations for a period of seventy years. Both the arguments of the pre- side and the against- side are analysed. The frame for analysis used are definitions on efficiency, capacity and democracy in connection with the question of municipal size, done by the Danish political scientists Ulrik Kjær and Poul Erik Mouritzen. The main results of the analysis is that a) efficiency, b) administrative capacity, c) functional- and developmental capacity, d) implementation capacity and e) the ability to adapt to socio-economic changes, are the main arguments used by the pre- side, especially the ones about efficiency and administrative capacity. The most significant arguments from those against amalgations have been arguments on democracy, a) negative consequences for democracy by territory and by functions and b) negative consequences for democracy due to the loss of important elements of participation and closeness in the small context.

Birtist í: 
 • Stjórnmál og stjórnsýsla, 2014, 10(1): 143-167
ISSN: 
 • 1670-679X
ISBN: 
 • 1670-6803
Athugasemdir: 
 • Fræðigrein
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 23.7.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22399


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2014.10.1.8.pdf530.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna