is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/224

Titill: 
  • Íslenskir útlendingar : að byrja í íslenskum grunnskóla eftir að hafa dvalið langdvölum erlendis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvernig staðið er að málum snúbúa og þá sérstaklega móttöku þeirra í íslenskum grunnskólum. Snúbúar eru Íslendingar sem snúa aftur til Íslands eftir að hafa dvalið langdvölum erlendis. Mikilvægt er að auka réttindi þessara barna og skilgreina þau hugtök sem notuð eru í lögum og reglugerðum og varða rétt tvítyngdra barna. Tekin voru viðtöl við nemendur, foreldra og kennara í byrjun árs 2007 og fjallar rannsóknin um sjö börn sem búsett eru á höfuðborgarsvæðinu. Í ljós kom að víða er pottur brotinn í málefnum snúbúa og mikil vinna er framundan ef bæta á stöðu þeirra. Miklu máli skipti hversu gömul börnin voru þegar þau sneru aftur, hvort þau höfðu talað íslensku heimavið og hvort þau höfðu að einhverju leyti numið íslenskt skólamál. Nemendurnir voru misjafnlega vel í stakk búnir til að takast á við nám á íslensku og var það mikið undir foreldrum og kennurum þeirra komið hversu mikla aðstoð þeir fengu við námið. Foreldrar leggja mismikla áherslu á að börn þeirra viðhaldi móðurmálinu og mörgum þeirra þykir of mikið álag fyrir þau að stunda íslenskunám samhliða námi í erlendum grunnskólum. Kennarar eru misvel að sér í réttindum þessara barna og virðast einnig leggja mismikið á sig við að afla sér upplýsinga um rétt þeirra, stöðu og bakgrunn. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru ræddar og lausnir á vandamálum reifaðar.

Samþykkt: 
  • 19.6.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/224


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verkefni.pdf769.44 kBOpinnVerkefniPDFSkoða/Opna