is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22408

Titill: 
  • Fjárskipti í óvígðri sambúð. Sjónarmið um þörf fyrir lagasetningu við fjárskipti í óvígðri sambúð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samsetning fjölskyldna hefur þróast mikið á síðustu áratugum. Aukin fjölbreytni, frjálslyndi og umburðarlyndi í samfélaginu hefur gert það að verkum að uppbygging fjölskyldna er ekki með sama móti og áður fyrr. Það er ekki langt síðan það viðhorf var ráðandi að hjúskapur aðila af sama kyni þótti ekki æskilegur og hjúskapur aðila af ólíkum kynstofni þótti mönnum frábrugðin og framandi. Það eitt að ganga aldrei í hjúskap eða eignast ekki börn þótti einnig sérkennilegt. Í nútímasamfélagi hefur umburðarlyndi aukist og frelsi aðila til að haga lífi sínu eftir löngunum og hentugleika hverju sinni mætir síður fordómum. Fleiri en áður kjósa að ganga aldrei í hjúskap og hefur löggjafinn samþykkt þau lífsviðhorf með því að gera aðilum kleift að skrá sambúð sína án þess að ganga í hjúskap. Löggjafinn hefur þrátt fyrir það ekki gefið út heildstæð lög og réttarreglur um réttarstöðu þeirra sem kjósa að haga högum sínum með þeim hætti. Við upphaf sambands þegar aðilar taka þá ákvörðun að búa sér heimili saman, festa kaup á fasteign, bifreið eða öðru sem nauðsynlegt er til að halda heimili huga þeir sjaldan að sambúðarlokum. Staðreyndin er sú að upp úr mörgum samböndum slitnar og þá vandast málið hvað varðar skiptingu eigna og skulda. Algengara en ella er að aðilar hugi ekki að réttarstöðu sinni fyrr en á reynir í lok sambands. Löggjafinn hefur ekki lögfest reglur um fjárskipti við lok óvígðrar sambúðar. Í mörgum tilvikum hefur opinber skráning verið ráðandi en þó er það ekki einhlítt. Dómstólar hafa mótað í framkvæmd meginreglur þegar kemur að fjárskiptum í óvígðri sambúð en þau sjónarmið hafa ekki hlotið lögfestingu og getur það skapað ákveðna óvissu um hvernig fjárskiptum skuli vera háttað.
    Í ritgerð þessari verður fjallað stuttlega um réttaráhrif óvígðrar sambúðar og hjúskapar en áhersla lögð á þær viðmiðunarreglur sem dómstólar hafa mótað í framkvæmd er kemur að fjárskiptum aðila í óvígðri sambúð. Jafnframt verður leitast við að svara þeirri spurningu hvort þörf sé á að lögfesta reglur er varða fjárskipti aðila í óvígðri sambúð.

Samþykkt: 
  • 4.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22408


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SkilaeintakBApdf.pdf419.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna