is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2241

Titill: 
  • Hefur hver sér til ágætis nokkuð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar starfendarannsóknar „Hefur hver sér til ágætis nokkuð“ er að auka þekkingu og skilning á þróunarstarfi millistjórnenda í Hvolsskóla sem er grunnskóli á suðurlandi. Leitað var svara við því hver áhrif námsmats eru á nemendur og skoðað hvernig breytingar verða á leiðsagnarmati með því að koma með íhlutun inn í skólastarfið og auka vægi samræðna milli einstaklinga og hópa í skólanum um námsmat. Íhlutunin var í formi námskeiða, umræðna í skólanum og á fundum, kynninga, skólaheimsóknar og markmiðssetninga kennara skólans.
    Kynnt er fræðslu- og þróunarferli sem tók eitt og hálft ár í skólanum og var meginviðfangsefni þess að auka vægi leiðsagnarmats. Breytingar voru skoðaðar með því að taka viðtöl við kennara og nemendur í elstu bekkjum skólans, 8. og 10. bekk, við upphaf rannsóknarinnar og síðan einu og hálfu ári síðar. Einnig var rætt við umsjónarkennara og stærðfræðikennara þessara sömu nemenda.
    Við greiningu á gögnunum kom fram að námsmat hefur mismunandi áhrif á nemendur. Nemendum sem gengur vel í námi upplifa námsmat sem hvetjandi tæki og segja það hvetja þá til að standa sig betur. Aftur á móti eru það nemendur sem gengur ekki vel í námi sem fara oft mjög illa út úr námsmati og telja bæði kennarar og nemendur að það hafi slæm áhrif á sjálfsmat, líðan og framtíðarmöguleika þessara nemenda.
    Að þróa leiðsagnarmat var markmið þessarar rannsóknar og gefa niðurstöður til kynna að námsmatið hafi orðið leiðsagnarmiðaðra eftir þau inngrip sem gerð voru. Kennarar hafa einnig öðlast áhuga og framtíðarsýn sem gæti fleytt þeim lengra í þá átt.

Samþykkt: 
  • 21.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2241


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efemia_medritg_fixed.pdf2.55 MBOpinnHefur hver ... heildartexti PDFSkoða/Opna