Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22411
Ritgerð þessi fjallar um sögu og þróun kvennaknattspyrnunnar í Evrópu og á Íslandi. Leitast var við að skoða þær breytingar sem orðið hafa á íþróttinni í gegnum árin og ástæður þeirra með því að rýna í hinar ýmsu heimildir um málefnið. Kvennaknattspyrnan á sér töluvert langa sögu og hefur íþróttin þurft að yfirstíga töluvert margar hindranir. Árið 1921 var kvennaknattspyrna bönnuð víða um Evrópu og stóð bannið yfir í rúm 50 ár. Lítið var um alþjóðlegar keppnir fyrir konur fyrr en í kringum árið 1980 þegar UEFA ákvað að halda fyrstu Evrópukeppni kvenna í fótbolta. Frá þeim tíma hefur kvennaknattspyrnan vaxið töluvert hratt en iðkendum og áhorfendum fjölgar með hverju árinu sem líður. Keppnum hefur fjölgað og framtíðin er björt fyrir ungar knattspyrnukonur. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun eru enn þann dag í dag hindranir sem þarf að yfirsíga til þess að frekari þróun verði.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Bylgja-kvennaknattspyrna.pdf | 673.98 kB | Open | Complete Text | View/Open |