Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2242
Í kjölfar frjáls flæðið vinnuafls hafa búferlaflutningar á milli landa aukist síðustu árin og hefur íslenskt samfélag ekki farið varhluta af þeirri þróun. Fjölgun
innflytjenda kallar á endurskoðun á þjónustu opinberra stofnana með tilliti til
ólíkra þarfa skjólstæðinga þeirra. Félagsráðgjafar geta í krafti þeirrar heildarsýnar sem þeir búa yfir greint hvar skórinn kreppir í þjónustu við innflytjendur og stuðlað að framþróun og umbótum á þjónustunni. Tilgangur rannsóknarinnar var
að kanna hvort tekið sé tillit til menningarmunar og stuðlað að gagnkvæmri
aðlögun í þjónustu sveitarfélagsins Árborgar við innflytjendakonur og ung börn
þeirra. Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem notast var við
rýnihópa með innflytjendakonum. Konurnar eru allar búsettar í Árborg og eiga
eða hafa átt börn á viðmiðunaraldri rannsóknarinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar
voru greindar í tvö meginþemu, það er þættir sem stuðla að gagnkvæmri aðlögun
og þættir sem hindra gagnkvæma aðlögun. Fram kom bæta þyrfti upplýsingaflæði
til innflytjenda í Árborg en það er ein forsenda gagnkvæmrar aðlögunar. Til þess
þurfa heimasíður þjónustustofnana að vera ítarlegri og aðgengilegar á erlendum
tungumálum, þýða meira fræðsluefni á erlend tungumál og nota túlkaþjónustu í meira mæli en nú er gert. Álykta má út frá niðurstöðum rannsóknarinnar að staðið sé ágætlega að þjónustu við innflytjendur í Árborg. Sníða þarf vankanta af þjónustunni til að hún sé enn skilvirkari og stuðli að gagnkvæmri aðlögun innflytjenda og sveitarfélagsins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Helga_fixed.pdf | 412,73 kB | Lokaður | Heildartexti |