is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22420

Titill: 
  • Eignaréttur: Breytingar á deiliskipulagi og viðmið 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um eignarétt, nánar tiltekið skipulagsslöggjöf. Efnið er afmarkað við deiliskipulag og breytingar á því. Meginreglan er sú að fara verður með breytingar eins og um nýtt deiliskipulag sé að ræða. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir í þeim tilfellum fyrir um vandaða og tímafreka málsmeðferð. Teljist breytingarnar hins vegar óverulegar í skilningi 2. mgr. 43. gr. laganna er þessi málsmeðferð óþörf og nægir í stað hennar grenndarkynning. Því kann talsverðu máli að skipta fyrir stjórnvöld sem borgara hvort breytingar á deiliskipulagi teljast verulegar eða óverulegar. Dregin eru fram helstu sjónarmið er gilda um þau atriði í ritgerðinni og vísað er í lög og lögskýringargögn, fræðirit og réttarframkvæmd þeim til stuðnings.
    Þá er fjallað almennt um eignarétt, eignarréttindi, vernd þeirra og takmörk. Saga skipulagslöggjafarinnar er rakin allt til upphafs hennar sem var markað með lögum nr. 56/1921. Einnig er lauslega fjallað um hugtakið réttmætar væntingar og hvernig því er beitt í meðförum Mannréttindadómstóls Evrópu en það hugtak er nátengt umfjöllun um deiliskipulag og þau réttindi er það kann að veita borgurunum.
    Niðurstaðan er sú að deiliskipulag kann að leiða af sér réttmætar (lögmætar) væntingar til handa borgurunum og virði breytingar á deiliskipulagi þær væntingar að vettugi, og eins ef þær breytingar teljast verulegar, er slíkt til þess fallið að baka viðkomandi sveitarfélagi bótaskyldu. Þá ber einnig að geta þess að umboðsmaður Alþingis hefur áréttað í álitum sínum að ákvæði 2. mgr. 43. gr. veitir skipulagsstjórnvöldum aðeins heimild til þess að víkja frá þeirri málsmeðferð sem boðin er í 1. mgr. 43. gr. en bakar þeim ekki skyldu til slíks. Því er dregin sú ályktun að þrátt fyrir að sú heimild til grenndarkynningar sem veitt er í 2. mgr. 43. gr. geti við vissar aðstæður verið mikið réttarhagræði fyrir þá sem hlut eiga að máli verður að beita henni af mikilli varfærni svo ekki fari í bága við þær lýðræðislegu forsendur sem undirbúningur deiliskipulags er reistur á.

Samþykkt: 
  • 14.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22420


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eignaréttur.pdf430.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna