en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2243

Title: 
  • Title is in Icelandic Enginn er eyland : áhrifaþættir á vinnubrögð kennara með fjölbreyttum nemendahópum
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Grunnskólalögin og fjölbreyttur nemendahópur gerir kröfur til skólans og kennarans um aðlagað námsefni og sveigjanleika í kennsluháttum. Hvað hefur megináhrif á vinnubrögð kennara með fjölbreyttum nemendahópum? Viðfang rannsóknarinnar var að leita svara við þessari spurningu með því að skoða hvernig kennarar skipuleggja kennslu fjölbreyttra nemendahópa á árangursríkan hátt. Aðferðin fólst í því að kanna hugmyndir og hugsmíðir kennara um vinnubrögð sín í kennslu. Einnig var leitast við að draga fram hvernig kennarar skynja ytri sem innri áhrifaþætti á starf sitt og vinnubrögð. Valdir voru 7 þátttakendur sem allir voru kennarar í grunnskólum. Byggðist gagnaöflun á viðtölum, vettvangsathugunum og greiningu á þeim skriflegu gögnum sem kennarar veittu aðgang að.
    Niðurstöður sýndu meðal annars að kennararnir ígrunduðu starf sitt og veltu fyrir sér á ólíkan hátt hvert þeir stefna og hver sé ávinningur af þeim breytingum sem þeir hafa innleitt. Faglegur bakgrunnur kennaranna, eins og reynsla, kenningalegur grunnur og endurmenntun, virðist skipta máli þegar þeir leitast við að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda sinna. Samvinna og fagleg umræða innan skólans um fagleg málefni styrkir kennarana í starfi en þeir telja að mjög skorti á slíka umræðu innan skólanna. Niðurstöður bentu til þess að kennararnir séu sér meðvitaðir um að breyta þurfi kennsluháttum til að koma til móts við fjölbreytta nemendahópa en sakna þess að fá ekki faglega ráðgjöf og hvatningu og tala um að þeir séu alltaf óöruggir í kennslunni. Einnig sýndu niðurstöður að kennararnir telja sig ekki fá faglegan stuðning og þá hvatningu sem þeir þurfa frá skólastjórnendum til að þróa kennsluhætti sína. Álit flestra viðmælenda benti til þess að skýra stefnumörkun vanti og samábyrgð í skólasamfélagið varðandi nám án aðgreiningar.

Accepted: 
  • Apr 21, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2243


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BryndisBj_Enginn er eyland_fixed.pdf552.35 kBOpenEnginn er ... heildartexti PDFView/Open