is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22431

Titill: 
  • Hefndarklám. Ný tegund kynferðisbrota?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með tilkomu Internetsins og örrar tækniþróunar síðustu áratuga hefur veruleiki hins venjulega einstaklings breyst töluvert en aldrei hefur verið eins auðvelt að tengjast öðrum gegnum Internetið og deila upplýsingum með umheiminum. Erfitt hefur verið að setja almennar leikreglur um notkun Internetsins sökum þessa og birting og dreifing efnis á sér engin takmörk. Samfara þessari öru tækniþróun hafa orðið til ný vandamál. Með síaukinni notkun snjalltækja á borð við farsíma og spjaldtölvur hefur aldrei verið eins auðvelt að taka myndir og myndbönd upp á eigin spýtur og birta þær á hinum ýmsu samfélagsmiðlum með lítilli fyrirhöfn. Sífellt fleiri snjallsímaforrit og samfélagsmiðlar á borð við Snapchat, Instagram og Facebook hafa sprottið upp á yfirborðið og samfara því hafa óprúttnir aðilar fundið leið til að misnota þessa nýju miðla. Lagaumhverfið hefur ekki tekið jafn örum breytingum samhliða tækniþróuninni og því hefur löggjafinn ekki náð að sporna við vandamálum sem felast í möguleikum einstaklinga til að taka upp og deila myndum og myndbrotum af öðrum, oft án þeirra vitundar og vilja.
    Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er hugtakið hefndarklám (e. revenge porn) og verður hugtakið skýrt og greint út frá lagalegu sjónarmiði og núgildandi réttarumhverfi, m.a. almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Einnig verður rýnt í nýtt frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, sem leggur bann við hefndarklámi. Markmið þessarar ritgerðar er að reyna að svara þeirri spurningu hvort hefndarklám geti talist ný tegund kynferðisbrota en feli ekki einungis í sér brot gegn friðhelgi einkalífs og/eða blygðunarsemi fórnarlamba hefndarkláms, eins og núgildandi hegningarlagaákvæði gera ráð fyrir. Einnig verður reynt að svara þeirri spurningu hvort að þörf sé á nýju lagaákvæði sem gerir hefndarklám refsivert eða þá hvort núgildandi refsilöggjöf tryggi hagsmuni brotaþola sem verði fyrir hefndarklámi á fullnægjandi hátt. Að lokum verður litið til norrænnar löggjafar og þeirra landa sem standa framarlega þegar kemur að lögfestingu banns við hefndarklámi.

Samþykkt: 
  • 17.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22431


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð í vinnslu .pdf525.33 kBLokaður til...26.08.2025HeildartextiPDF