is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22432

Titill: 
  • Kennslumyndbönd fyrir börn í blaki: Grunnæfingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um íþróttina blak og inniheldur kennsluefni fyrir kennara, þjálfara og iðkendur íþróttarinnar. Blak er ung íþrótt á Íslandi jafnt og restinni af heiminum. Íþróttin er mjög tæknileg og því erfitt að ná tökum á henni á stuttum tíma. Best er að læra tækni hreyfingar með því að búta hreyfinguna niður, einnig er gott fyrir iðkanda að sjá hreyfingu framkvæmda. Í þessu lokaverkefni voru gerð kennslumyndbönd með grunnæfingum fyrir börn í blaki. Verkefni þetta skiptist í tvo parta, annars vegar fræðilegan hluta og hinsvegar kennslumyndbönd. Í fræðilega hlutanum er fjallað um blakíþróttina, eðli hennar og þjálfun barna í íþróttinni. Einnig er farið í tækniatriði grunntækni í blaki, það er fleygur, fingurslag og uppgjöf. Fjallað er um myndbönd við þjálfun og af hverju það er góður kostur, en börn læra mikið á að horfa á jafningja sinn, sem er tæknilega góður, framkvæma hreyfingu og herma svo eftir honum. Seinni hluti verkefnisins, kennslumyndböndin sýna framkvæmd æfinga ásamt munnlegri lýsingu á framkvæmd. Myndböndin eru ætluð til notkunar sem kennsluefni í grunnskólum og í blakþjálfun barna.

Athugasemdir: 
  • Kennslumyndbönd sem fylgja verkefni má finna hér:
    https://www.youtube.com/channel/UCaWmMhp3srAYTo5BaqsBbog/playlists
Tengd vefslóð: 
  • https://www.youtube.com/channel/UCaWmMhp3srAYTo5BaqsBbog/playlists
Samþykkt: 
  • 18.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22432


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kennslumyndbönd fyrir börn í blaki Grunnæfingar.pdf2.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsida_Lokaverkefni.pdf28.71 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna