en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22436

Title: 
  • Title is in Icelandic Stuðlar matarverð á Íslandi að heilsuspillandi mataræði?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Næring hefur á beinan og óbeinan hátt áhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Því má færa rök fyrir því að aðstæður í nútímasamfélagi ættu að stuðla að eins heilsusamlegu fæðuvali og möguleiki er á. Í því samhengi var framkvæmd verðkönnun á ólíkum fæðuflokkum í þremur af stærstu matvöruverslunum landsins. Rannsóknarspurningarnar voru þrjár; hvort verðmunur væri á mat eftir hollustugildi, hvort stuðlað sé að óheilsusamlegu mataræði með dýru verði á hollri fæðu og hvort matarverð auðveldi almenningi að fara eftir ráðleggingum um mataræði eða sé ákveðin hindrun. Kannað var verð á hollustukörfu Manneldisráðs Íslands og borið saman við verð á grænmeti, ávöxtum, heilsusöfum, gosdrykkjum, sælgæti og kexkökum. Fundið var út meðaltal verðs á þremur vörum hvers vöruflokks til þess að finna út verðmun þeirra. Niðurstöður sýndu að grænmeti, ávextir og heilsusafar, þeir vöruflokkar sem taldir voru hollir, voru allir dýrari heldur en sami hitaeiningafjöldi í hollustukörfunni. Aftur á móti var sami hitaeiningafjöldi af gosdrykkjum, sælgæti og kexkökum ódýrari en hollustukarfan, sem voru þeir vöruflokkar sem taldir voru óhollir. Því er niðurstaðan að verðmunur er á mat eftir hollustugildi, á þann veg að stuðlað er að óheilsusamlegu mataræði og matarverð er því ákveðin hindrun fyrir fólk sem vill fylgja ráðleggingum stofnana um mataræði. Mat höfundar er að verðlag matvæla í dag stuðli að óhollu fæðuvali almennings sem kemur niður á heilsu fólks.

Accepted: 
  • Aug 18, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22436


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerð Lars.pdf697,91 kBOpenComplete TextPDFView/Open